Nú stendur yfir fagsýning ljósmyndaframleiðenda (hræðilegt orð, en hvað annað á að kalla þetta?) í Köln í Þýskalandi. Þessi sýning er haldin annað hvert ár og þarna er bókstaflega allt sem tengist ljósmyndum í boði. Myndavélar af öllum stærðum og verðum, prentarar, hugbúnaður, pappír og fleira. Þarna eru líka kynntar nýjungar, og fólki gefinn kostur á að fikta í nýjustu græjum. Ég ætla ekki að fara út í að lista allar litlu stafrænu myndavélarnar, þær voru þarna í bílförmum. En skoðum hvað...