Þetta var langt undir yfirborði jarðar, staður þar sem sólin skein ekki, staður sem engin mannvera hirti um, staður sem gamlir hlutir voru orðnir að mold, staður þar sem gamlir ormar höfðu háð stríð á milli sín, staður sem barist hafði verið um í aldir alda, staður sem átti sér engan líkan. Þetta var Worm York! Nakin ormabörn hlupu á götunni, særðir stríðsmenn öskruðu sín síðustu stríðsöskur, hús höfðu verið jöfnuð við jörðu, sírenur í ormasjúkrabílunum veinuðu, en einn lítill ormastrákur...