Núna er komið að þeim merka áfanga hjá mér að ég er að ljúka skólaskyldu minni (sem merkir nú ósköp lítið þar sem ég mun halda áfram í skóla) en samt er þetta ákveðinn árangur. Áætlunin var að fara í partý og drekka af þessu tilefni, sem ég tel ósköp eðlilegt fyrir minn aldur, þetta er orðin nokkurskonar hefð. Ég taldi alla foreldra bæði vita af þessu og sætta sig við það, enda er þetta eins og ég sagði orðin hefð. Svo las ég í mogganum í morgun grein um að “styðja börnin sín eftir samræmdu”...