Það er sjálfsögðu heilmargt til í þessu hjá þér…enda seturðu mál þitt fram á mikið mun gáfulegri hátt en sá ég svaraði. Ég er samt sem áður innilega ósammála því að fíkniefni séu nær eingöngu talin hættuleg fyrir þær sakir að það sé ekki hægt að ganga í þau löglega. Heróín, spítt, kókaín og önnur efni sem geta verið banvæn myndu vera nákvæmlega jafn hættuleg efni ef þau væru lögleg og fólk myndi sækjast eftir því að komast alveg jafn hátt upp.