Einn með bókinni. Mér finnst ég vera nálægt atburðarásinni, nálægt skákmanninum, sem komst svo langt. En ég er það ekki, ég er langt frá, eins langt frá og ég get mögulega komist, ég er ekki á sama landi, ekki á sömu plánetu, ekki í sama sólkerfi og ekki einu sinni í sama heimi. Þeir inni og ég fyrir utan, áhorfandi, og þeir persónur löngu skrifaðrar atburðarásar. Kaffibollinn veitir mér takmarkaðan vinskap, fimmtíu kallinn þegar maður þarf allar fimmþúsund krónurnar. Ófullnægjandi vinur....