Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

johma
johma Notandi síðan fyrir 14 árum 30 ára kvenmaður
404 stig
Why be normal, when strange is much more interesting

Gjöfin frá Lóu (Jólasaga) (0 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 11 mánuðum
Ég gekk inn í herbergið hennar Lóu. Það brakaði í hjörunum. Herbergið var alveg eins og hún hafði skilið við það. Eini munurinn var rykið og nokkrir jólaenglar sem mamma hafði sett í hillurnar. Þótt liðnir væru meira en tveir mánuðir síðan slysið varð höfðum við enn ekki fundið kjarkinn til að hreyfa við neinu. Ég hafði ekki getað sofið svo vikum skipti út af martröðum. Mig dreymdi stanslaust um systur mína alblóðuga, limlestaða og brotna. Verst voru þó dauðu, ásakandi augun sem störðu á...

Telpan með rauðu rósina (3 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 11 mánuðum
Rauð, gul, brún og svört laufblöð dönsuðu um í haustsólinni. Vindurinn lamdi og sló gangandi vegfarendur með harðri hendi. Kvaldi og píndi alla þá sem dirfðust að fara út úr húsi. Gamall maður og lítil stúlka með gyllta lokka voru ein af þeim sem voguðu sér að storka vindinum. Littla stelpan hélt á fallegri, blóðrauðri rós í annarri hendinni. Vindurinn gerði hvað sem hann gat til að hrifsa rauðu rósina en telpan hélt henni fastri. Hann baulaði en telpan sýndi því enga eftirtekt og valhoppaði...

Fordómar (7 álit)

í Deiglan fyrir 13 árum, 1 mánuði
Ég átti að skrifa ritgerð um fordóma fyrir íslensku og datt í hug að setja það hingað inn þar sem fordómar eru mikið umræðuefni og búið að vera lengi. Ekkert í veröldinni er fullkomið og allra síst mannkynið. Mannskepnan drepur og kvelur náungan út af græðgi, hatri, öfund eða af því hann er frábrugðinn því sem hún þekkir eða skilur. Þótt maðurinn hafi marga galla eru fordómar einn af þeim skæðustu. Hvert sem litið er, hvort sem það er á Íslandi eða annars staðar á jörðinni, má finna fordóma...

Blind (1 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 1 mánuði
Þetta er kannski heldur dramatíkst en….. Ég lagði jónuna upp að vörum mínum og starði á stelpuna sem kúrði við hliðin á mér. Marglituðu, úfnu lokkana sem stóðu í allar áttir. Vangar hennar, örlítið rauðir og skær græn augun störðu heilluð á tölvuskjáinn og eyrun uppnumin af lögum eftir VNV Nation. Hún tók ekkert eftir mér. Sá mig ekki. Hún kallaði mig uppáhaldið sitt, sagðist elska mig en hún hafði aldrei séð mig. Hún hafði horft framan í mig en aldrei horfst í augu við mig. Aldrei horft inn...

Lífsviljinn (1 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 1 mánuði
Minningar mínar eru allar í móðu en sérstaklega æskuminningarnar. Ég man einungis eftir einstaka atvikum eða tilfinningum. Eitt andartak man ég þó svo sterkt að ég get endurupplifað allar hugsanirnar og tilfinningarnar á þessu augnabliki. * * * Ég stóð út á svölum. Horfði yfir hverfið mitt og leit niður á gangstéttina langt fyrir neðan. Við bjuggum á efstu hæð í blokk. Ég heyrði foreldra mín rífast enn eina ferðina. Raddir þeirra hækkuðu og hækkuðu eins og sá sem tækist að garga hæst ynni....

Kynhneigð (25 álit)

í Rómantík fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Ég er örugglega ekki eina manneskjan sem hefur tekið eftir því að það er í tísku að stelpur fari almennt í sleik, hvort sem það er á djamminu eða í venjulegum partíum. Ég er hvorki bæ né lessbísk svo kannski skil ég þetta ekki. Mér finnst ekkert að því þegar tveir strákar eða stelpur fara í sleik á meðan það er ekki gert til að fá athygli. Auðvitað vilja sumir bara prófa eitthvað nýtt en ímyndið ykkur hvernig að er fyrir stelpur sem eru virkilega gay og vita aldrei hvort stelpurnar sem reyna...

LItli heimspekingurinn (I. kafli hluti B) (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 2 mánuðum
Þetta á að gerast eftir I. kafla http://www.hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=7341646 en upphaflega ætlaði ég að sleppa þessum hluta en… Því lengra sem ég hélt áfram með söguna þá virtist þessi hluti skipta meira og meira máli. Ég ákvað því að senda hann inn. Þótt hann sé dálítið langur. Allir fóru að sofa um leið og við komum heim frá fjölskylduboðinu, allir nema ég. Klukkan var að ganga þrjú en ég gat ekki hætt að stara á tölvuskjáinn. Hann var strax kominn á föstu aftur....

Récollection (0 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Ég hef aldrei elskað. Ég hef aldrei dáð, Eða verið öðrum háð. Ég hef aldrei öfundað. Hef aldrei sært, Eða í tilfinningum hrært. Ég hef aldrei logið. Hef aldrei svikið. Ég hef ekki gert mikið. Reiði þekki ég ekki. Gleði hef ég lítið kynnst. Sorginni þó minnst. Hef ég þá einhvern tíman verið til? eftir: Jóhanna Margrét Sigurðardótti

Litli heimspekingurinn V (Dáleiðandinn) (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Við gengum um með litlu skólatöskurnar okkar á bakinu og horfðum á rauð, gul og svört laufin svíva um með vindinum. Naktar trjágreinar gnæfðu yfir höfðum okkur með fram göngustígnum og haustsólin faldi sig bakvið þykk ský. ,,Haustin eru alltaf svo falleg hér. Miklu fallegri en í Afríku,” sagði Charlie sem gekk við hlið mér með batman skólatöskuna sína. ,,Mamma er núna upp í sumarbústað á Þingvöllum að mála. Hún segir að náttúran hérna á Íslandi sé fegurst á haustin svo hún fær mest borgað...

Litli heimspekingurinn IV (2 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Fékk smá innblástur af grein eftir lovly um ,,Hvers vegna höfundar skrifa". Þið takið eflaust auðveldlega eftir því. Ég vaknaði, eða hafði ég einhvern tíman sofið? Þarf maður svefn þegar maður er dauður? Það var eins og ég hefði horfið inn í annan heim og komið aftur árum seinna án þess að muna eftir neinu en þarna lá ég í drullunni undir rótum fjallsins og starði á undarlega himinninn sem breyttist aldrei. Ég hefði allt eins getað legið þarna í nokkra daga, mánuði jafn vel ár. Allt tímaskyn...

Litli heimspekingurinn III (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Það var brún drulla alls staðar. Ég stóð varlega upp og leit í kringum mig. Hvert sem ég snéri, alls staðar mætti ég brúnni drullu eða klettum sem náðu hátt fyrir ofan mig. Ég virtist vera föst ofan í djúpri, stórri holu. Ég horfði upp fyrir mig og starði á eitthvað sem virtist vera himinninn nema hann var í öllum hugsanlegum litum. Eins og einhver hefði tekið til alla þá málingaliti sem til væru í heiminum og blandað þeim saman í undarlegan graut. Ég leit niður á sjálfan mig og uppgvötaði...

Litli heimspekingurinn II (6 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég starði út um eldhúsgluggann og sá sólina rísa upp úr sjóndeildarhringnum. Maí himinninn var fallega bleik-rauður. Fugl flaug syngjandi fram hjá. Fuglasöngurinn fékk mig til að líta á linsoðna eggið mitt og rauðan starði á mig á móti. Furðulegt. Alveg furðulegt. Þvílíkt undur að úr þessu rauða og hvíta sulli gæti skapast nýtt líf. Yndislegt, að úr þessu litla sulli hefði getað orðið til ný lífvera. Nýr fugl til að bera söng og fegurð í náttúruna. Það getur ekki verið tilviljun að úr svona...

Litli heimspekingurinn (2 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 5 mánuðum
Ég sat út í horni og las, hlustaði á ættingja mína tala saman með öðru eyranu. Mér hafði aldrei komið sérstaklega vel við föður fjölskylduna mína en hún var þarna samt. Sjálfumglaðir glannar sem smjatta á mattnum, sötra drykkina og gala hver í kapp við annan. Yndislegir ættingjar af bestu gerð. Ég fyrirleit þessar samkomur en var samt alltaf dregin með. Einhverra hluta vegna fannst öllum svo mikilvægt að ég léti sjá mig þótt engum dytti í hug að tala við mig af neinu ráði. Ef ég neitaði að...

Hrafnsaugun III hluti (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Ég vil endilega fá sem flestar ábendingar um hvað mætti betur fara :). Himinninn var þungbúinn svo það sást hvergi til sólar. Feiknastór háhýsi voru í mélum allt í kringum Huldu þar sem hún stóð á miðri götunni. Reykur reis upp út flestum rústunum og sumstaðar stóðu bílar, þyrlur og jafnvel flugvélar út úr byggingunum. Allt virtist hafa hrunið líkt og spilaborg. Veröldin virtist svo tóm. Það var ekkert nema rústir. Ekki nokkur sála. ,,Halló! Er einhver hérna?,” kallaði hún. Það barst ekkert...

Aspasia (Grikkir hinu fornu) (1 álit)

í Sagnfræði fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Verkefni í sögu í vetur. Datt bara í hug að senda þetta inn, veit samt ekki hvort það sé eitthvað varið í þetta. Aspasía Það er ekki nákvæmlega vitað hvenær hún fæddist líklegast var það í kringum 470 fyrir Krist. Hún kom frá Míletos sem var fræg hafnarborg á sínum tíma en hún var á vesturströnd Anatóliu þar sem Tyrkland er nú. Faðir hennar hét Axiochus og fræðimenn reikna með því að hún hafi verið komin af aðalsættum því hún var svo einstaklega vel menntuð. Það er heldur ekki vitað hvernig,...

Framhald af Hrafnsaugun (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 6 mánuðum
Ætlaði að vera lifandis löngu búin að senda þetta inn en er búin að vera að bæta meiru og meiru við og.. allavega. http://www.hugi.is/smasogur/articles.php?page=view&contentId=7279120 Hulda staulaðist um bæinn. Vissi ekki hvert hún átti að fara. Ekki gat hún farið heim. Mamma myndir spyrja óþarflegar spurningar um útlit hennar og eflaust hringja á lögregluna. Hún ráfaði um fram og til baka í öngviti. Binna. Hún gæti farið til Binnu. Binna myndi hvorki hringja á lögregluna án samþykkis Huldu...

Stolen life (4 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Ég er ekki viss um hvort þetta flokkast sem smásaga eða ljóð o.O. Persónulega finnst mér þetta vera ljóð en kannski er þetta of langt til þess. Eru annars einhverjar reglur á því hversu langt ljóð má vera? Everything is quite; the town has gone to sleep this winter night. The moon opens his tiered eyes, lazily he looks down. No one notices a strange man walking by except for the moon. Under the cold, February sky a drunk man walks down the street. Death is lurking in the shadows, close...

Dúfan (4 álit)

í Myndlist fyrir 13 árum, 8 mánuðum
Þessa mynd málaði ég reyndar í tíunda bekk í barnaskóla en langaði samt að senda hana inn. Eins og þið sjáið þá er þetta hvít dúfa en dúfa er tákn vonar.

Hermes með Díonýsos (7 álit)

í Myndlist fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Þetta er guðinn Hermes haldandi á Díonýsosi sem barni. Það má þekkja Hermas á stafnum og vængjuðum skónum en einkenni Díonýsosar eru hins vega mörg en eru ekki á myndinni fyrir utan hlébarðan sem flatmagar á skýinu. Jóhanna Margrét Sigurðardótti

Eintal Lafði Makbeð (3 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 9 mánuðum
Í níunda bekk var ég í leikritun í aukavali og vorum við þar látin lesa leikritið Makbeð eftir W. Shakespeare. Eftir lesturinn áttum við að velja okkur einn karakter úr leikritinu og síðan skrifa einleik. Ég valdi Lafði Makbeð og átti hún að vera þá dáin og stödd í limbó og fjallar einleikurinn um það að hún er að reyna að tala sig inn í himnaríki. Ég er frekar stolt af þessum einleik þar sem ég var bara fjórtán þótt ég gæti aldrei náð snilld Shakespears. LAFÐI MAKBEÐ Eintal (Lafði Makbeð...

The bird (0 álit)

í Ljóð fyrir 13 árum, 10 mánuðum
I feel like a bird, trapped in a cage. Trapped, until it dies from an old age. Wanting to be free to spread my wings. Fly higher then all the queens and kings. I want to feel a warm breeze under my skin. Touch the clouds, so soft and thin. I want to look down on God´s creation. Bathe my heart, fill it with realization. Free to have a place I can call my own. Want everyone to understand that I have grown. Fighting for my freedom, they won´t let go. Won´t let me blossom and my inspiration...

Dracula (6 álit)

í Myndlist fyrir 13 árum, 10 mánuðum
Ímynd mín af Dracula föður allra vampíra áður en Stephenie Mayer breytti vampírum í rómantík sem glitraði í sólarljósinu og eyðilagði allan ótta og hrylling.

Ljósaskipti (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Sólarlag á Akureyri um helgi í lok maí 2010.

Andstæður (0 álit)

í Ljósmyndun fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Hún var tekin fyrir utan jólahúsið á Akureyri í maí. Grasið farið að grænka en enn var hvítt í fjöllunum.

Brotnu jólakúlurnar (0 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Brotnu jólakúlurnar Jóhanna Margrét Sigurðardóttir Ég horfði með aðdáunar augum á jólatréð. Ég hafði hjálpað mömmu allan daginn við að þrífa, skreyta og loks var allt tilbúið. Jólaseríurnar spegluðust á jólakúlunum svo tréð virtist enn bjartara. Það var skreytt hátt og lágt. Það hlyti að vera bjartara en nokkur viti. ,,Það er svo flott hjá okkur og fallegt. Ég þori að veðja að það muni vísa pabba þínum leiðina heim,” sagði mamma og kyssti mig á kinnina. ,,Ooojjj,” vældi ég. ,,Mamma, maður á...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok