Brotnu jólakúlurnar Jóhanna Margrét Sigurðardóttir Ég horfði með aðdáunar augum á jólatréð. Ég hafði hjálpað mömmu allan daginn við að þrífa, skreyta og loks var allt tilbúið. Jólaseríurnar spegluðust á jólakúlunum svo tréð virtist enn bjartara. Það var skreytt hátt og lágt. Það hlyti að vera bjartara en nokkur viti. ,,Það er svo flott hjá okkur og fallegt. Ég þori að veðja að það muni vísa pabba þínum leiðina heim,” sagði mamma og kyssti mig á kinnina. ,,Ooojjj,” vældi ég. ,,Mamma, maður á...