Ég er mikið að spá í því að kaupa mér Xbox360 frekar en PS3. Ég átti ekki Xbox, aðeins PS2 en er að snúast núna í átt að Xbox. Verðið á PS3 er ekki að heilla mig, sérstaklega þar sem stór hluti af verðinu er fyrir e-ð sem nýtist mér ekki baun, þ.e.a.s. Blu-Ray. Ég er ekkert að fara að kaupa mér rándýrt HD sjónvarp á næstunni og græði því voða lítið á Blu-Ray. Svo langar mig mjög mikið að spila next gen Pro Evo og hann kemur bara á Xbox360 í haust. Það eina sem ég hef áhyggjur af er lítill...