Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

jettyIS
jettyIS Notandi frá fornöld 110 stig

Re: Umræður um börn á Huga

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
The Sims

Re: Feðraorlof

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Við hjúin eignuðumst barn á síðasta ári og átti maðurinn minn rétt á eins mánaðar barneignarfríi. Hann tók þann mánuð strax eftir fæðinguna þar sem þetta var fyrsta barn, við bæði splunkuný í þessu og okkur veitti ekki af hjálp hvors annars og slíkt :c) Ef við myndum eignast barn á þessu ári eða næsta þegar barneignarfríið er orðið 3 mánuðir myndi hann alveg örugglega ekki taka 3 mánuði samfelt frá fæðingu. Þú hefur rétt á að taka þetta orlof allt þar til barnið er orðið 18 mánaða og hann...

Re: Balaböðin

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég baðaði nú litlu mína (sem verður 9 mánaða á morgun, 10nda) fyrst bara í eldhúsvaskinum.. svo skipti ég yfir í svona rauðan bala sem Takk hreinlæti selja, keypti hann í Fjarðarkaup og komst seinna að því að kallinn minn var baðaður í svoleiðis þegar hann var lítill. Þetta er í raun bara venjulegur stór bali nema hann er í “laginu” eins og bað en engin hólf eða neitt. En núna er ég aftur farin að láta hana sitja bara í eldhúsvaskinum þegar ég baða hana. Fer nú að hætta því og baða hana inni...

Re: Hræðilegt

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er sammála ykkur öllum þetta er alveg hræðilegt og mér leið mjög illa í gær þegar ég frétti af þessu og geri enn. Það sem mér líður verst yfir er hvernig fólkinu sem tók á móti manninum þegar hann bjargaði syni sínum og horfði svo á eftir honum inn í eldinn aftur líður nú.. það situr fast í hausnum á mér. Hann bjargaði syni sínum og lést svo…

Re: EverQuest: The Shadows of Luclin Ships!

í MMORPG fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Er ekki sendingarkostnaðurinn og slíkt alveg drulluhár? kv, JettyIS

Re: 'Akveðinn náungi sem veit hvað hann vill

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mín verður að fá að smakka allt sem við borðum sama hvað það er annars er hún í vondu skapi og í fílu þar til hún fer að sofa. Jafnvel þegar við erum með bara hamborgara eða eitthvað rusl þá verður hún að smakka en við getum þó platað hana´með því að við gefum henni bara smá klíp af brauðinu :c) Hún nældi sér nú einusinni í ostabrauðstangir frá Pizza Hut þegar ég sá ekki til, var búin með helminginn af henni þegar ég tók eftir að hún væri með hana. Hún gerði þetta svo laumulega sko. Kvöldið...

Re: EverQuest: The Shadows of Luclin Ships!

í MMORPG fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Jájá það vissi ég vel, kom út sama dag og patchið mikla en það tekur tíma fyrir hann að ferðast til Íslands. Annars hringdi ég í skífuna í gær og þeir þar höfðu ekki grænan grun um hvenær hann kæmi svo ég hringdi í Myndform en þeir flytja inn og solleis og þeir sögðu í kringum 15. des. Vona að það standist bara :c) kv, JettyIS

Re: Sims eitthvað gallaður???

í The Sims fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Systir mín og ég lentum í þessu báðar. Málið er að hjá okkur höfðum við náð okkur í nokkur skins og þannig á netinu og það voru einhverjir fælar að bögga leikinn svo við náðum okkur í forrit sem við fengum hjá maxis.com sem hét “File Cop” eða e-ð álíka. Það hreinsaði út gallaðar skrár og slíkt og eftir það gat ég alveg spilað leikinn fínt. Svo ef þetta kom upp aftur þá bara keyrði ég upp “File Cop” aftur. kv, JettyIS

Re: Fyrsta barnið??

í Börnin okkar fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Það kom eiginlega strax hjá mér sú tilfinning að ég ætti barnið hinsvegar fannst mér það svo skrítið og erfitt svona til að byrja með. En það sem mér finnst enn ótrúlegt er að hún skuli hafa verið í maganum á mér og að ég skuli hafa fætt hana alveg eins og allar hinar konurnar á öllum fæðingamyndböndunum fæddu sín börn. Ég upplifði fæðinguna bara eins og bíómynd, þarna var ég.. illt í maganum og svo kom ljósmóðirin bara með barnið og mér hætti að vera illt :c) Hehe skrítið ég veit en þetta...

Re: Loka svindli

í The Sims fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Setja bara spes kork fyrir svindl

Re: Hot date

í The Sims fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Hvað kostar hann??

Re: Göngugrind stelpunnar minnar..

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Úff finnst þér ekki að það mætti vera “volume” takki á borðinu fyrir takkana? Engin smáræðis hávaði ;c) Batteríin eru reyndar löngu farin úr en maður sona setur þau í aftur við og við þegar maður er í góðu skapi, hehe :c) kv, JettyIS

Re: Göngugrind stelpunnar minnar..

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Við erum eflaust með sömu grindina, hún var keypt í Ólavíu og Óliver þessi (fylgdi svona borð með tökkum og síma með henni), ég bý rétt hjá þeim, ætli ég spjalli ekki við þau þegar ég á leið næst í Glæsibæ. Ekki það að ég sé að segja að þetta sé þeim að kenna, alls ekki. Þau framleiða ekki grindurnar :c) kv, JettyIS

Re: Bók um börn??

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Já ég á þessa bók og hún og svo netið var mér bara lífsnauðsynleg þegar ég var ófrísk. Ef ég hafði einhverja spurningu gat ég oftast fundið svar við henni í þeirri bók. Aftur á móti fór ég svo að blaða í “Barnið” (minnir að hún heitir það, er fjólublá) eftir að ég átti. kv, Jana

Re: Jólaland opið í byrjun nóvember..

í Börnin okkar fyrir 23 árum
Mig dauðhlakkar til jólanna og þá sérstaklega 1. des. Jólaljósin fara alltaf upp hjá mér kvöldið 30. nóvember og strax eftir miðnættið er sko kveikt! :c) Ég elska jólin og allt sem við þeim kemur, þetta eru þar að auki fyrstu jólin sem ég er mamma :c) og fyrstu jól litlu stelpunnar minnar sem verður 8 og hálfs mánaða og ég bara get ekki beðið!! :cD kv, JettyIS

Re: Slit

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég slitnaði voða lítið yfir alla meðgönguna sjálfa en síðasta mánuðinn þá tútnaði út á mér bumban og ég slitnaði alveg þvílíkt. Slitnaði svona ja hvað segir mar, ofan á maganum :c) og neðan á, s.s. ofarlega og neðarlega og það líka ekkert smá mikið :c/ Voru samt ekkert sérlega rauð slit og ég hef ekki reynt að gera neitt svakalega mikið í þessu. Bara ekki fattað það eða eitthvað :c) hehe. kv, JettyIS

Re: Hálsmen á ungarbörnum?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Litla stelpan mín fékk kross í skírnargjöf og ég læt krossinn á hana ef hún er í einhverjum sætum fötum og erum jafnvel að fara í heimsókn eða eitthvað slíkt. Hef ekki krossinn á henni ef við erum bara heima að ærslast :c) Finnst hanne iga að vera svona spari :c) Svo tek ég hann alltaf af þegar hún sefur. kv, JettyIS

Re: Áhyggjur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þegar ég var að vinna á leikskóla áður en ég fór í frí þegar ég átti þá sá ég um 5 ára börn og sum þeirra vissu ekki einusinni hvenær þau áttu afmæli. Gátu ekki fyrir sitt litla líf munað það :c) svo þetta er voða einstaklingsbundið og ekkert til að hafa áhyggjur af. Ég er samt alveg óreynd í þessu bleiu máli svo ég get ekki mikið gefið þér svör þar :c)

Re: fyrsti matur

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Þú verður að taka það inn í myndina að sumar mæður geta ekki haft börn sín á brjósti eins og t.d. ég þar af leiðandi þarf oft að gefa börnum snemma að borða til að þau fái nóg, þ.e. ef þurrmjólk dugar þeim ekki. Dóttir mín fór t.d. að borða 3ja mánaða og fannst mér það alveg passlegur tími. Svo eru þetta auðvitað ákvarðanir hvers og eins. Persónulega finnst mér of mikið vera gert úr brjóstagjöf hér á Íslandi. Auðvitað er þetta besti kosturinn ég er alls ekki að segja það, en það er farið svo...

Re: BabySam

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Sammála með brjóstapumpurnar. Það er hægt að leigja rafmagnsbrjóstapumpur á 2 stöðum, Garún og A.Karlsson. Það kostar 5000 krónur á mánuði og svo þarftu í byrjun að kaupa þér sett sem fylgir þessu á næstum 3000 krónur. Ég vona að BabySam sé ekki svona dýrir á leigunni á sínum pumpum. kv, JettyIS

Re: AMMA MÍN :(

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Excuse me en broskallar eiga ekkert bara við ircið! Broskallar eiga við allt ritað mál á netinu ef þú hefur áhuga á að nota það. Þeir meira að segja hjálpa fólki oft við að koma máli sínu á framfæri án þess að miskilningur hljótist af. Og sem dæmi á mörgum erlendum borðum sem ég stunda geturu slegið inn “kóða” og við það birtist mynd af broskalli þegar pósturinn þinn birtist. Hættu svo þessari þröngsýni og ef fólk vill nota þessa blessuðu broskalla þá má það gera það. Vertu bara ekkert að...

Re: Fæðingarstellingar..

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Ég var búin að ákveða að prufa að vera á f´jorum fótum, jafnvel halla mér yfir svona grjónapúða. Ég hafði engan tíma til þess. Ég var sett af stað og byrjaði að finna fyrir hríðum um c.a. 4:30 um nóttina, rétt rúml. 7 var ég skoðuð og var 6-7cm og labbaði þá yfir íf æðingarstofu. Þar lagðist ég upp á fæðingarúmið og þegar ég var skoðuð þar rétt eftir að ég lagðist var ég komin 10cm og kl 7:59 var dóttir mín fædd. Ég rembdist í c.a. 5-10mín - hún flaug út. Ég var reyndar pínu svekkt yfir að...

Re: Asnaleg útsala hjá Elkó

í Tilveran fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Svo var þetta útsala á B-vörunum hjá þeim, lesa auglysingarnar betur! B-vörur eru vörur sem fólk hefur skilað innan 14 daga vegna þess að þær eru gallaðar á einhvern hátt, útlitsgallaðar eða jafnvel meira nú eða bara kannski vildi fólkið ekki hlutinn svo eftir allt saman. READ the ads.

Re: Babyshower

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Babyshowers er líka rosalega algengur siður í USA. Þar halda fjölskyldur oft Babyshowers f. verðandi mæður og mæta vinkonurnar þá oftast í það eða jafnvel halda aðra fyrir sig og svo gerist þetta líka oft á vinnustöðum þar að konurnar á vinnustöðum komi saman og haldi smá hóf fyrir verðandi móður.

Re: Endalaust ?

í Börnin okkar fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Oh já ég veit hvað þú átt við. Þetta er lengi að líða, reyndar fannst mér öll óléttan mín lengi að líða. Byrjaði að verða veik og vesen þegar ég var hálfnuð og vá hvað ég var farin að bíða og bíða og bíða. Sérstaklega síðasta mánuðinn þegar mér var hent inn og út af spítala. Þegar læknirinn sagði loksins að hann ætlaði að setja mig af stað.. léttirinn sem við hjúin upplifðum, úff. Ég hefði getað kysst kallinn og knúsað í klessu :c) kv, JettyIS
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok