Sæl verið þið öll. skrifuð í desember 2002. Jólasaga 2002 Ég stend við eldhúsbekkinn. Við mér blasir hafið í allri sinni dýrð, Akrafjallið er hálf hulið þoku svolítið eins og dulúðlegri þoku. Ég hef loksins aflað mér allra hráefnanna sem ég þarf til að geta bakað hina einu sönnu jólaköku. Andi jólanna er einhvernvegin smá saman að færast yfir kotið mitt og alla náttúruna sem umvefur allt mitt umhverfi, sem þíðir að ég er orðin allt of sein með þessa köku. Það breytir því þó ekki að ég læt...