Hvað er það í raun sem að þið haldið að fái mann ekki til að íhuga, það er ekki neitt. Þegar maður gerir ekki neitt nema að íhuga þá heldur maður ávallt að maður sé staddur á eyðieyju sem að enginn getur fundið eða svamlað að, því maður er gleymdur, geymdur og tröllum gefinn, þó svo að maður sé ekkert sérstaklega illa gefinn. Þið ykkar sem lesið á þriðjudögum og vaskið upp á miðvikudögum, ríðið á fimmtudögum og sinnið brýnum erindum á föstudögum er öll á grænni grein. En ég er dapur. Æi ég...