Ég grét yfir öllum sem höfðu dáið, allt sem gerðist eftir að Fred dó las ég með tárin í augunum, hálfgrátandi, svo var ég ógeðslega reið út í Rowling að ætla að drepa Harry! Úff maður, en svo sá ég náttúrulega restina en ég var ennþá í uppnámi. Svo þegar ég var að lesa epilogið grét ég af gleði og svo var ég svo leið að hafa klárað bókina að ég grét ennþá meira, bara að hugsa um allt sem hafði gerst og bara já.. Flóknar tilfinningar í gangi hérna megin! Ég er farin að lesa bókina aftur.