Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

jameson
jameson Notandi frá fornöld 18 stig

Director Projector sem frýs! (1 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Ég er í smá vandræðum með Director projector sem ég gerði í Director 8. Þannig er að ef ég keyri hann af harða disknum þá virkar hann fínt en um leið og ég er búinn að brenna hann á disk þá frýs hann alltaf. Ef ég copera hann af geisladisknum yfir á harða diskinn þá frýs hann líka. Semsagt, það virðist skemma projectorinn að brenna hann á disk. Ég er búinn að prufa mismunandi brennarasoftware en alltaf á sama brennaranum. Veit einhver hvað er í gangi????

Einhver notað HostOnce.com? (3 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég er að leita að heimili fyrir vefsíðu. Hefur einhver reynslu af því að nota HostOnce.com? Verðið er frekar lágt ($4.95) á mánuði fyrir allan pakkann (lénið, ótakmarkað pláss, ótakmörkuð e-mail og svo framvegis) og það gerir það að verkum að maður verður efins um gæði og áreiðanleika. (Þetta er allavega gefins miðað við að fá sér .is lén hjá einhverjum af þessum okrurum hérna heima, eða er kannski eitthvað á skynsamlegu verði hér?) Þetta er reyndar svo mikill frumskógur að leita að hýsingu...

Poodle - Silki-terrier blanda (1 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég er í nokkurn tíma búinn að vera að leita að hentugum hundi. Ég skrifaði grein hér á huga fyrir nokkru síðan og bað hundaséní um að ráðleggja mér því að ég er með ofnæmi. Ég þakka góðar ráðleggingar. Ég er hinsvegar ekki búinn að komast að niðurstöðu ennþá. Nú er ég helst á því að ég vilji fá blöndu af poodle og silki terrier. Vinafólk mitt á svoleiðis og hann er alveg frábær, ljúfur, greindur og kraftmikill hundur. Ég hélt hinsvegar að það væri vonlaust að finna svona hund þannig að ég...

Hvernig hund? (15 álit)

í Hundar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er svo óheppinn að vera með ofnæmi fyrir hundum! Ég hef þó tekið eftir því að ég hef ekki ofnæmi fyrir hundum sem ekki fara úr hárum og þess vegna er ég nú aftur farinn að gera mér vonir um að geta eignast hund. En þar sem ég hef ekki hundsvit á hundum (!) þá langar mig að biðja ykkur hundaséni um að ráðleggja mér. Hvernig hund á ég að fá mér? Ég vil frekar lítinn hund sem þó getur elt mig þegar ég geng á fjöll, hann má eins og áður segir, ekki fara úr hárum og helst ekki vera mjög...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok