Það er fullt af fólki að halda því fram að skjálfti verði haldinn í lok janúar, lok febrúar, byrjun mars osfrv. Svo það komist ALVEG á hreint: Það er engin dagsetning komin á Skjálfta, hvorki grófleg né fínleg! Fyrir þá sem skilja ekki hvað þetta þýðir, þá þýðir þetta að Skjálfti gæti allt eins verið haldinn í ágústmánuðí. Ef það er orð á götunni um dagsetninguna á Skjálfta, þá á það ekki við NEIN rök að styðjast. Það skiptir engu hverja þið þekkið eða hverjir þeir þekkja sem þið þekkið…...