Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

inasif
inasif Notandi frá fornöld 44 ára kvenmaður
72 stig

Snjólfur er týndur!! Mjálp!! (4 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sælir Hugarar! Það verða ekki sagðar fleiri sögur af kisubörnunum kátu í bili, Snjólfur er týndur. Við búum í Gnoðarvogi 22 og hann týndist milli 13:30 og 15:00 í dag, sunnudag. Hann er mjög hræddur og taugaveiklaður lítill kisi svo það er ekkert víst að hann svari kalli. Hann svarar eiginlega bara Ingólfi svo ef einhver skyldi sjá hann hérna í nágrenninu væri best að hringja bara í okkur, símanúmerin eru 568-1183 og 862-5566. Snjólfur er grár og brúnbröndóttur með hvítt nef, bringu og maga...

Kisubörnin kátu (5 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 3 mánuðum
Sælir Hugarar! Nú hefur lítið heyrst í mér frá því Nikkí greyið datt út um gluggann hérna í vor. Ýmslegt hefur drifið á hennar daga síðan en sennilega er það merkilegast að hún eignaðist lítinn bróður. Við Ingólfur ákváðum að fyrst við færum að vera minna heima en hefur verið þar sem hann verður í krefjandi námi í vetur og ég að vinna fulla vinnu með skólanum þá væri vonlaust að hafa hana alltaf eina heima. Svo haldið var í kattholt… Það er rosaleg lífsreynsla að fara í Kattholt, ég hefði...

8 líf eftir? (20 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sælir hugarar, Jæja, þar kom að því… Nikkí lenti í fyrsta slysinu sínu og slasaðist nokkuð. Þannig var að við vorum með vinafólk í mat og þar sem vinkona mín var með ofnæmi lokuðum við Nikkí inni í svefnherbergi. Hún var með mat og vatn og allt til alls en það var ekki nóg.. Við erum með krækjur á gluggunum, erum að vinna að því að fá upp almennilegar festingar, sem við tillum þegar við opnum gluggann. Þegar einhver vindur er fjúka gluggarnir stundum upp og það gerðist einmitt þetta kvöld....

kisubarnatennur? (5 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sælinú hugarar! Ég fékk vægt sjokk þegar ég kom heim í dag og fann litla kisutönn á mottunni í forstofunni. Ég skoðaði upp í Nikkí en sá ekkert athugavert. Svo fór ég að spá, ég hef aldrei velt því fyrir mér hvort kisur séu með barnatennur… Hún er ekki nema sex mánaða svo hún er en hálfgerður krakki og gæti tæknilega séð verið með barnatennur, fá kisur barnatennur? Annars er allt gott af henni að frétta, hún er aðeins farin að róast þó hún fari alveg yfir um þegar hún leikur sér. Hún og...

Kattasandkassar (6 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Kisan er alveg að spjara sig fínt hérna hjá okkur, smá örðuleikar enn en hún er ekki erfiðari í sambúð en kærastinn og þá er allt í góðu… :) Hún er óð í allan mat nema sinn eigin sem hún borðar þó og hún sefur best ofan á mér. Við erum með opinn kassa og það hefur verið í lagi en gengur eiginlega ekki lengur, það er allaf sandur á gólfinu. Svona kassi með húsi/loki kostar 4000 kr lágmark, og við erum á kúpunni fram á vor, því datt mér í hug að leita á náðir kattafólksins hér á huga.is og...

Kettlingar (3 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Nú er ævilangur draumur minn loksins að rætast, ég er loksins farin að búa og get fengið mér kettling. Hann er á leiðinni, kemur um helgina og ég er alveg í skýjunum!! En ég er líka farin að kvíða fyrir… Hvað ef ég geri eitthvað vitlaust, hvað ef hún (læðan) gerir eitthvað vitlaust eða verður veik eða eitthvað? Hvað á ég að gefa henni að borða, hvaða sand er best að kaupa, þarf ég að kaupa einhver vítamín o.s.frv. o.s.frv. Kannast einhver við þetta? Ég hef ekki alist upp með gæludýr en nú er...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok