Miðvikudaginn 4. september léku Björgvin og Sveinn Sigurbergsson maraþongolf frá Keflavík til Hafnarfjarðar. Golfið hófst kl. 8 á golfvelinum í Leirunni. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í reykjanesbæ ræsti þá af fyrsta teig í Leirunni og var hún leikin á venjulegan hátt. Síðan léku þeir 16 risabrautir sem settar voru upp milli Leirunnar og Keilis og voru þær um 40 km. og hver braut um 3.5 km. Björgvin og Sveinn skiptust svo á að slá bolta. Ráðgert er að par á þessum (örugglega) lengsta golfvelli...