Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

idf
idf Notandi frá fornöld 1.696 stig

Re: Ath áhugasamir um stofnun á nyrri utvarpsstöð

í Hip hop fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Vona að þetta gangi upp, ég held að Íslensk útvarpsflóra hafi sjaldan eða aldrei verið eins ömurleg og núna, hrikalegt að missa Muzik 88.5 IDF

Re: Íslenskar fegurðarsamkeppnir ?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Með þessari grein er ég ekkert að spá í gildi þessara keppna útaf fyrir sig, heldur frekar spyrja hvernig okkur líkaði ef einhver Svetlana eða Fröken Vahabzedehl keppti fyrir Íslands hönd úti, miðað við okkar Fjallkonuýmind.

Re: Endalok fyrri heimstyrjaldar

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ef ég man rétt þé er Ruhr við Rín.

Re: Normandy - Eftir stríðið

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Talandi um vígvelli, þá fór ég til Berlínar síðasta haust og þar má víða enn sjá merki átakanna sérstaklega á eldri húsum, skotgöt og sprengjubrotaför víða. Það er nokkuð sérstakt að byggingar nasista tengdar flugi svo sem við Tempelhof og flugmálabyggin Görings(nú fjármálaráðneytið !) sluppu vel og kannksi ekki tilviljun. Skoðaði stríðsminnismerki Sovétmanna þar sem eru bæði skriðdrekar og fallbyssur og c.a. 5000 í fjöldagröfum. Það er nýlega uppgert og unnu þýskir hermenn það starf.

Re: Sjálfstæðisbarátta Bandaríkjanna

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fín grein, og fyrir þá sem vilja sjá kvikmyndir um málið get ég mælt með “REVOLUTION” með Al Pachino ofl., nokkuð raunsönn held ég, ekki bara svona “patriot flag waiving” kjaftæði.

Re: Normandy - Eftir stríðið

í Sagnfræði fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ágætis grein, mig langar að fara til Normandy, en ég hef komið í einn fallegan og vel við haldið grafreit BNA í Luxembourg. En ég hef líka komið á vígvöllin og legstað Custers of félaga við Little Big Horn, það var nokkuð áhrifaríkt, enda búinn að lesa mér vel til um atburðina þarna.

Re: handtekinn fyrir að bjarga hundinum

í Hundar fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Hann óhlýðnaðist Slökkviliðsmönnum á vettvangi sem er sama og að óhlýðnast lögreglunni og BNA menn taka hart á lagabókstafnum. Það hafa samt örugglega ekki verið miklir eftirmálar af þessu, og þetta virðist fjarlægt Íslendingum sem ekki veru vanir að bera virðingu fyrir lögu.

Re: Siðferði lögreglumanns

í Gæludýr fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta var illa gert af löggunni, í svona tilfellum á að fá númer löggunar og ef það er ekki hægt þá taka númer á bíl svo hægt sé að finna út hverjir þetta eru og bera fram kvörtun. Svo er hægt að fara með þetta í blöðin og láta þá finna fyrir. Annars er alltof mikið af svona “macho” liði í lögguni sem er að leyta að útrás, sumir orðnir skemmdir á öllum viðbjóðnum í vinnunni.

Re: Við erum mannkynið

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Bla Bla… eins og einhverjar rykfallnar hugmyndir eihvers af ´68 kynslóðinni. Því miður finn ég ekki til samkenndar með t.d. hirðingja í Súdan frekar en bónda í Miðvesturríkjum BNA eða jafnvel bifvélavirkja í Breiðholtinu. En kannksi er ég bara svona úrillur í dag.

Re: Íslenskar fegurðarsamkeppnir ?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Cocobana Samkvæmt greininni ert þú af asískum uppruna og því miður kannski orðið fyrir fordómum. Ekki misskylja mig, ég var bara að segja að mig grunaði að vegna slæmra fordóma væru asískar stelpur kannski ekki velkomnar í svona keppnir. Og ég er sammála að mjög margar þeirra eru mjög fallegar, en því miður er kominn einhver leiðindastimpill á þessar konur. Því miður er alltof algengt að e.h. fífl hafa “flutt inn” konur frá Tælandi og koma svo illa fram við þær, ég hef orðið vitni af...

Re: Dollarinn

í Fjármál og viðskipti fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er full mikið sagt að einhver hér sé að græða eitthvað á stríðinu í Írak af því að BNA herinn er að kanna kosti þessara nýju sárabinda. Og ef svo kemur að því að þetta virki vel og þeir kaupa á fullu þá er ekkert að því. Ekki koma með einhverjar hergróða klijsjur, álíka þreitt og þegar herstöðvarandsætðingar héldu fram um árið að Áburðarverksmiðjan væri að framleiða sprengiefni fyrir Kanann, ha ha !

Re: Breytt staða í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
það er rétt að BNA menn eru viðkvæmir fyrir mannfalli, en þó held ég minna eftir 11 September árásirnar. Bretar hafa mjög langa hernaðarsögu og þar af leiðandi sögulega harðnaðir gagnvart mannfalli. En spáið í það að fólki finnst mikið þetta mannfall, nálægt 200 manns hjá BNA og eitthvað minna hjá Bretum. Berið að saman t.d. við fyrri heimsstyrjöld þegar alla að 20.000 manns féllu á einum degi og annað eins hjá mótherjanum. En það sem svíður mest eru “friendly fire” slysin og jafnvel...

Re: Íslenskar fegurðarsamkeppnir ?

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég kaupi nú ekki alveg þessi rök enda er þetta um sjálfsöryggi og Íslenskra stelpna alger míta (myth). Ég hef kynnst stelpum frá ýmsum heimshornum og allar voru þær sjálfstæðari og sjálfsöruggari en flestar Íslenskar stelpur sem ég hef kynnst. En þetta á bara við með Íslendina almennt, það virðist oft þurfa lífsreynslu og aldur til að ná þessu sjálfsöryggi, t.d. aðallega að hætta að pæla í hvað öðrum finnst um mann.

Re: Breytt staða í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Frakkarnir voru sniðugir að stofna Útlendingahersveitina, hörkuhersveit með fáum frökkum en vinnur skítverkin fyrir frakka sem hirða heiðurinn ef vel gengur. Eftir Alsírstríðið þá reyndu þeir að drepa De Gaulle og ræna völdum og síðan hefur sjálfstæði þeirra verið minnkað.

Re: Breyting við geldingu?

í Kettir fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Þetta er nú meira geldingartalið, manni verður bara illt, og konurnar eru sérfræðingarnir ! Ég er sannfærður um að sumar konur gelda kallana sína andlega svo þeir verði meðfærilegri.

Re: Um tölvubransann og jafnréttismál

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
það er auðvitað staðreynd að konur á mynd selja betur en karlar, konum og körlum finnst konur allment meira aðlaðandi til áhorfs.

Re: Um tölvubransann og jafnréttismál

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er svo sem allt i lagi að hvetja stelpur til að sækja um, sumar þurfa svo mikla hvatningu. En ég þoli ekki þegar þessir “jafnréttiskommisarar” fara að þylja sýnar prósentur og ætla með góðu eða illu að hækka prósentu kvenna án tilits til þarfa fyrirtækja eða stofnana. Þetta eru sjálfskipaðir “þjóðfélagsverkfræðingar” sem ætla að koma öllu í eitthvað áætlunarkerfi en hafa ekki hugmynd um hvernig er t.d. að reka fyrir tæki í þessar jafnréttisparadís. Annað sem fer í taugarnar á mér eru...

Re: Breytt staða í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Það er líka alveg dæmigert fyrir arabaheiminn eða “the arab street” eins og það er kallað, fyrst Írakar gáfust upp svona fljótt þá hlaut að hafa verið gerður leynisamningur. Þegar raunveruleikinn hentar ekki þá þarf að finna samsæriskenningu, alveg eins og allt um zíonistaplottin, það á bara eftir að aukast.

Re: Breytt staða í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ég gleymdi Abu Abbas málinu sem ég ætlaði að koma að í greininni. Kanarnir eru ekki vissir hvað þeir eiga að gera við hann, palestínumenn telja það brot á Oslóarsamningnum að handtaka hann. En nú Kerfjast Ítalir framsals hans vegna aðildar hans að Achille Lauro skipsráninu, og þeir eru væntanlega ekki bundnir af Oslóarsamningnum.

Re: Breytt staða í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Arabaleiðtogar hafa alltaf verið orðhákar, sérstaklega þegar kemur að hernaðaraðgerðum, manstu eftir yfirlýsingum Nassers um að reka gyðingana í sjóinn ? Klerkunum í Íran líður örugglega ekki vel, með Kanann í Afganistan og Írak, Kúrdana, Tyrkja og Rússa fyrir norðan, en þeir voru auðvitað ekki vinir Saddams.

Re: Breytt staða í Mið-Austurlöndum

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Auðvitað svara þeir fullum hálsi í fjölmiðlum til að missa ekki andlitið, en nú eru þeir að leggja til að öll Mið-Austurlönd, með þeim, lýsi sig WMD(weapons of mass destruction)-laust svæði. Þeir setja þetta fram til að sýnast, vita að það verður ekkert úr því, þar sem Ísrelar munu aldrei vera með í ljósi sögunnar. Sýrendingar eru taldir vera búnir að þróa viðamikil og “vel” virkandi efnavopn.

Re: Tómatsósuauglýsing

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Aumingja maðurinn er sjúkur en bak við hann er annar geðsjúklingur ,Elias Davíðsson, “palestínuvina gyðingurinn” sem vill kæra Davíð Oddson fyrir stríðsglæpi.

Re: Herbalife geðveiki!

í Deiglan fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Fín grein hjá þér, Íslendingar eru mestu “sökkerar” sem til er, allir ætla í bisness, en það er bara farið í sama og hinir. Ég var dreginn á svona Herbalife kynningarfund þar sem aðal “Gosarnir” eins og eigandi Argentínu messuðu yfir einu mesta samansafni af lúserum sem ég hef séð. Hreif mig ekki. Ég er búinn að finna minn bransa sem gengur vel en eins og er dæmigert fyrir Íslendina þá trúði enginn á það en þannig verða frumkvöðlar til.

Re: hermannaföt

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Alltaf jafn “djúpar” umræður á þessum slóðum ! Felulitir eru ekki bara í grænu ! Bæði Bretar og BNA í Írak eru í EYÐIMERKUR FELUFATNAÐI, og þar eru samkvæmt eðli málsins ljósari litir og önnur munstur.

Re: Á vinstri stjórn eftir að virka?

í Stjórnmál fyrir 21 árum, 10 mánuðum
Ingibjörg Sólrún er að klúðra sínum pólitíska ferli og bíður hennar ekkert annað en Frosetaembættið eða hvað ? Sáuð þið annars “(friðar)þorpstrúðinn” okkar í sjónvarpinu í kvöld búinn að klína á sig tómatsósu áður en hann mætti í dómskvaðninguna ? Það var hægt að hlæja að jólasveinabúningnum en þetta var bara dapurlegt og ég vorkenni nú bara þessum manni, gengur ekki heill til skógar.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok