Nú nýverið lauk hjá Verzlunarskólanum útvarpi því sem það sendir út á hverju ári en sent var út á tíðninni 89,3 eins og svo oft áður. Í útvarpinu hafði ég nokkra þætti og tók ég þar meðal annars í viðtal Sigurð Kára Kristjánsson formann SUS, Sverri Hermannsson stórmógúl, Þórunni Sveinbjarnardóttur frá Samfylkingu og svo að lokum Jón Vigfússon formann hins ógæfulega félags íslenskra þjóðernissinna. Mættust þar í þætti þau Þórunn og Jón og þrösuðu um hin og þessi mál þó svo að vísu kæmust þau...