Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

iceBjorn
iceBjorn Notandi frá fornöld 2 stig

Re: Virðing fyrir íþróttum

í Íþróttir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Úff, ég fékk hálfgerða klígju á því að lesa þessa grein. Mér finnst hún einkennast á minnimáttarkennd og biturð. Staðreindin er bara sú Fantasia að í dag er fótbolti bara miklu vinsælli heldur en t.d. ballet. þú lætur eins og ástæðan fyrir því að fáir strákar séu í ballet vegna þess að þeir þori ekki að æfa … hefur þér aldrei dottið í hug að áhuginn sé bara ekki fyrir hendi. Æfðu bara það sem þú vilt Fantasia og vertu ekki að skammast í því að boltaíþróttir eru vinsællí. Ég vel að æfa...

Re: Ólöglegt Tóbak ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Lerpur, ég skil ekki alveg af hverju þú telur þig vera svona fróðann um skoðun og eftirlit tóbaks í heiminum … það þætti mér fróðlegt að vita. Mér þætti líka gaman að vita hvernig þú veist fyrir víst að í þessari “skoðun” sé leitað eftir glersallanum. Ég tel alveg víst að þessir tóbaksframleiðendur myndu hætta á að setja glerbrotsagnir í vöruna sína en ég hef ekki hugmynd um hvort það sé ástæðan fyrir því að tóbakið var bannað hérlendis enda hef ég ekkert tjáð mig um það. Að lokum langar mig...

Re: Ólöglegt Tóbak ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jésús Pétur, þetta svar þitt Lerpur er hreint út sagt stórundarlegt. Sannleikurinn er sá að þekkt tóbaksvörumerki komast upp með að setja glerbrot í vöruna sína, og mér þótti mjög fyndið að lesa þetta svar hjá þér þegar þú skrifar: “Helduru virkilega að heimsfrægt vörumerki eins og J H WILSONS mundi komast upp með það að vera með gler í þessu” … Tóbaksfyrirtæki komast upp með að setja tugi eða hundruði skaðlegra og/eða banvænna efna í tóbakið sitt, af hverju ættu mörkin að liggja hjá...

Re: Bf Vietnam startar sér seint !

í Battlefield fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Stórgott mál, kærar þakkir fyrir hjálpina

Re: Bf Vietnam startar sér seint !

í Battlefield fyrir 20 árum, 6 mánuðum
jamm, það stemmmir, lyklapéturinn, er það verra ?

Re: Get ekki un-installað leiknum

í Battlefield fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Guð minn góður jollijoll, ég held að ég elski þig. Ég var búinn að vera í vandræðum með þetta skuggalega lengi en svo prófaði ég að nota trickið þitt og þá gekk þetta svona strolandi vel. Semsagt þið sem eruð í vandræðum með að uninstalla þessu takiði öll hökin úr og ítið á uninstall :)

Re: Metallica - miðasala - forsala

í Rokk fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ástæðan fyrir því að fólk sem á miða á Placebo fær forkaupsrétt á Metallica tónleikana er sú að tónleikahaldararnir græða á því. Það segir sig sjálft að það eiga eftir að seljast fleiri miðar á Placebo vegna þess að þeir hafa þetta fyrirkomulag. Það sama var gert með Pixies, þeir sem áttu miða á Kraftwerk gátu keypt miða á undan öllum öðrum á Pixies. Þetta er bara gott Buisness trick ekkert annað, þó að þetta sé auðvitað frekar pirrandi.

Re: Baldur.

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þessi goðafræði er oft skemmtileg á köflum enda eru sum kvæðin skrifuð sem hálfgert grín. t.d. er Þrymskviða saga um það að Þór týnir hamrinum sínum og þarf að klæða sig upp sem Freyja í brúðarkjól til að fá hann aftur :) Einnig er gaman að bæta því við að maðurinn sem skaut mistilteininum að Baldri var veginn af eins dags gömlum syni Óðins (og því er hann bróðir Baldurs) Drengurinn hét Váli og í Völuspá eru a.m.k tvær vísur sem fjalla um hann. Þó hann æva hendur né höfuð kembdi áður á bál...

Re: Upphafið.(Samkvæmt heiðnum sið)

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Flott grein hjá þér otraz Jessalyn sagði : “Já, þetta er nánast bara beint upp úr Snorra-Eddu.” Amm, það gæti verið rétt, en flest sem skrifað er í kennslubækur og annað efni sem tengt er goðafræðinni kemur frá Snorra-Eddu. Túlkun Snorra á kvæðunum gerði okkur kleift að skilja þau, án Snorra-Eddu væri erfitt fyrir okkur nútímafólkið að komast í gengum helminginn af kvæðunum vegna þess að við myndum ekki skilja söguna bakvið kvæðin.

Re: Sprengingar og morð?

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Mín skoðun á þessu máli er sú að við Íslendingar ættum ekki að hafa áhyggjur af hryðjuverkaárásum á okkar landi. Auðvitað er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að einhver hryðjuverkahópur skipuleggi árás á Ísland en að mínu mati eru líkurnar á því allt og litlar til þess að vera að velta sér upp úr því. -Þvílík dramatík alltaf hreint- Ísland tók engan hernaðarlegan þátt í þeim innrásum sem BNA hafa verið að standa fyrir. Það er einmitt lykilatriðið að mínu mati, þáttaka í stríðinu sjálfu....

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Her Hitlers tapaði ekki aðeins vegna þess að andstæðingar hans voru svo sterkir. Stór ástæða fyrir því að þeir töpuðu var sú staðreind að ákvarðanir Hitlers þegar líða tók á stríðið voru mjög vitlausar. Winston 19 sagði : “Hitler var snilingur, hann kemst til valda og nær að þurka út alla pólitíska anstæðinga” -Já, það segiru satt, Hitler komst til valda og hann bókstaflega hreinsaði burt andstæðinga sína. Þetta eru hinsvegar engin rök fyrir snilligáfu. Það að komast til valda krefst ekki...

Re: Hitler og Þýskaland

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hvort sem það dóu 1 milljón gyðinga eða 6 milljónir þá dóu allavega mjög margir það eitt er víst. Ég hugsa að það eigi ekki eftir að komast nein endanleg niðurstaða á þessa tölu hérna í þessar samræður þar sem það hafa mjög margir einstaklingar reynt að finna þessa dauðatölu og þess vegna hafa menn mjög ólíka skoðun á því hversu há hún í raun og veru er. Það sem mér finnst öllu undarlegra við þessar samræður er það að enginn hefur gert athugasemd við það sem Winston19 sagði að auki, þ.e....

Re: Kínamúrinn

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Fínasta grein hjá þér en af hverju stendur alltaf ch?ing hjá mér, er það þannig hjá öllum eða er það bara þannig hjá mér.

Re:

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Já, rannsóknarréttur kaþólsku kirkjunnar var frekar brutal fyrirtæki. Meðal annars notuðu þeir pyntingartæki sem kallaðist “Iron Maiden”. Tækið virkaði í grófum dráttum þannig að fórnalambið (oft svokallaðir trúvillingar, sem voru í raun aðeins fólk sem þorði að mótmæla túlkun kaþólsku kirkjunnar á kristinni trú) var sett í hálfgerða líkkistu sem var alsett göddum á alla kanta. Svo var lokað á manneskjuna og henni haldið þar þangað til að hún játaði einhvern glæp eða sagði frá einhverjum...

Re: Hernaðarleyndarmál Dominos

í Deiglan fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Ég vil bara benda á það að byrjunarlaun 17 ára manneskju hjá Dominos eru 910kr (jafnaðarkaup) á tímann sem eru alls ekki lág laun. Annars finnst mér þetta frekar fyndin grein!

Re: Pearl Jam – Yfirlit og bestu lögin.

í Rokk fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Úff, L4m3r stendur vel undir nafninu sínu. þú sagðir : “Ef ér líkar ekki svar mitt þá skaltu ekkert vera að skoða mitt svar eða svara því.” Það sem þú gerðir þegar þú sagðir að Pearl Jam væri léleg hljómsveit var það að skoða og svara grein um hljómsveit sem þér líkaði ekki við. Og samt segiru við MrWhite að skoða ekki né svara svari þínu ef honum líkar ekki við það ! You better practice what you preach syster!

Re: The Office snýr aftur

í Sjónvarpsefni fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Úff, þetta voru svo góðir þættir að ég ætlaði bara ekki að trúa því. Persónurnar í þáttunum voru alveg frábærar og húmorinn var eins góður og best verður á kosið. Mjög kaldhæðnislegur og undarlegur húmor sem virkaði vel. Ég mæli sterklega með þessum þáttum.

Re: Pearl Jam – Yfirlit og bestu lögin.

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það sem gerðist á Hróaskeldu var það að 9 manns krömdust til bana þegar Pearl Jam voru að spila 30 jún 2000. Þetta var víst allsvakalegt atvik, Eddie Vedder fór að gráta á sviðinu og nánast allir fóru heim daginn eftir atvikið (ekki bara fólkið heldur líka hljómsveitirnar) Ég hef heyrt allskonar ástæður fyrir því af hverju þetta gerðist, meirisegja frá fólki sem var á svæðin. Flestir segja að það hafi verið vegna þess að hljóðkerfið bilaði þegar PJ voru að spila og þannig hafi fólk sem var...

Re: Pearl Jam – Yfirlit og bestu lögin.

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það sem CendenZ sagði er satt, > átti að standa í annari línu hér að ofan (sry)

Re: Pearl Jam – Yfirlit og bestu lögin.

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Fínasta grein hjá þér, Pearl Jam er mín uppáhaldshljómsveit og það er gaman að sjá einhvern skrifa um hana hérna á Huga. Það sem CerdenC sagði er satt, þeir hafa verið á tónleikaferðalagi alveg á fullu eftir slysið á hróaskeldu, þeir spiluðu meirisegja á tónleikum í bandaríkjunum rúmum mánuði eftir atvikið. Þeir hafa samt reynt að halda sig frá tónlistarhátíðum og verið bara að spila einir. T.d. var gefinn út DVD diskur seint í fyrra þar sem þeir spila í Madison Sqare Garden (live at the...

Re: Hvað varð um hann?

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Í sambandi við rafhlöðuna sem þú minntist lauslega á þá var hún grafin upp árið 1930 í núv. Írak. Talið er að hún sé frá árunum 250-224 f.kr. (þá var Írak Mesópótamía) Eftir að hún fannst var búin til eftirlýking af henni sem virkaði eins og venjuleg nútíma rafhlaða. Ekki er alminnilega vitað til hvers rafhlaðan var ætluð eða hvers konar þekkingu menn höfðu á þeim á þessum tíma. Eitt ber þó að athuga og það er að á þessum tíma voru stórveldi miðjarðarhafs mjög sterk, og vinnuafl (þrælar)...

Re: Pearl Jam Textarnir...

í Rokk fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Textar hljómsveitarinnar Pearl Jam geta verið mjög flóknir og þá er hægt að túlka á marga vegu. Sumir texta þeirra eru samt mjög auðlesnir eins og t.d. Jeremy. Textinn við lagið Black er ekki bara saminn af Eddie Vedder söngvara hljómsveitarinnar heldur einnig af gítarleikaranum Stone Gossard og ég hugsa að hann sé heldur ekki um neina sérstaka lífsreynslu sem þeir hafa lent í heldur er textinn sennilega bara uppspuni (þetta getur þó vel verið vitleysa í mér) Að mínu mati fjallar textinn um...

Re: Wicca II

í Dulspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Jamm true :) Það er reyndar annað sem mig langar að spyrja að … Hafa galdrarnir sem Wicca fólkið er að stunda verið kannaðir af sérfræðingum eða einhverskonar doktorum ? Og eru þessir galdrar til … ég var nefninlega að skoða síðu á netinu um þetta og þar mátti finna love magic og margt annað undarlegt ! http://communities.msn.com/TheWitchesCave/becomingawitch.msnw = síðan sem ég var að skoða !

Re: Wicca II

í Dulspeki fyrir 22 árum, 6 mánuðum
umm … ég hef ekki mikið vit á trúarbrögðum hvað þá wicca trúnni sem þið eruð að tala um en ég hef samt verið að fylgjast með samræðum “norna” á msn síðustu daga. Flest af því sem þetta fólk er að segja finnst mér erfitt að trúa, þar má nefna að ein konan var að tala um að hún gæti lesið huga manna! Þetta fólk spurði líka alltaf þegar einhver “joinaði chatroomið” hvort það væri mennskt eða ekki og oftast var svarið NEI, hvað á það að þýða? Hafa einhverjir læknar eða aðrir sérfræðingar skoðað...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok