Ég virti fyrir mér fagurt andlitið á elsku stúlkunni minni. Fínmótað andlistfall með örlitlum roða í kinnunum sem helstu aðalsmerki, fullkomnuð með köldu, bláu augunum. Axlarsítt rauðleitt hárið hvíldi á hvítum koddanum. Við hliðina á rúminu, á litlu kommóðunni, var innrömmuð mynd af látinni móður hennar. Á þeirri mynd mátti sjá sömu rauðleitu lokkana sem smellpössuðu við andlitsfallið. Hún var ægifögur, móðir hennar. Ég komst ekki hjá því að velta fyrir mér þeirri dapurlegu staðreynd, að...