NEYTENDABLAÐIÐ 2. TBL . 2003 Þeim Íslendingum fjölgar sífellt sem hafa hund á heimilinu. Sú var tíðin að hundahald var stranglega bannað í Reykjavík, en í höfuðborg inni, rétt eins og öðrum þéttbýlisstöðum, halda nú margir hunda sem gæludýr. Tegundunum fjölgar líka. Síðan innflutningur hunda var heimilaður og sóttkví sett upp í Hrísey hefur fólk í auknum mæli tekið að hreinrækta ákveðin hundakyn og hundasýningar eru líka orðnar fastur liður í lífi margra hundaeigenda hérlendis eins og í svo...