Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ísabel (0 álit)

í Hundar fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Þetta er hún Ísabel hundurinn minn sem er Cavalier King Charles Spaniel :P

Bagy eða tighty? (2 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hvað er eiginlega verið að meina með þessari skoðanakönnun? Er ekki alveg að skilja þetta. ER verið að meina víðar eða þröngar buxur eða?

Hvað er eiginlega að fólki? (6 álit)

í Hundar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Í dag fór ég út í göngutúr með hundinn minn eins og ég geri daglega. Við mættum gamalli konu ásamt fleira fólki og þegar ég gekk fram hjá henni sá ég hana horfa á hundinn minn og segja: Djöfulsins viðbjóður, afhverju er þetta ekki bannað?! Hvað er eiginlega að þessari hel***** gömlu snobbuðu kerlingu? Hvað ætli hafi vakið þennan viðbjóð hjá henni af hundinum? Sumt fólk er bara ekki í lagi. Hefur einvher annar lent í þessu?

Dönskusvör?? (4 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Er einhver dönskuséní sem væri til í að birta svörin sín hér. Það væri gaman að vita hvernig maður stóð sig.

Vantar svar sem fyrst! (3 álit)

í Hundar fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Hundurinn minn er búinn að vera voðalega skrýtinn síðustu 3 klukkutímana. Hann er búinn að vera að klóra sig og bíta í fæturna og er að reyna að komast eð endaþarminum. Ég sé ekkert grunsamlegt. Hcað gæti þetta hugsanlega verið? Hún er líka búin að fela sig undir stólum og hefur enga matarlyst. Ég ætla að fara með hana til dýralæknis strax á morgun en það væri gott að geta fengið mögulega skýringu sem fyrst. -Takk fyri

Hvað er eiginlega að? (2 álit)

í Hundar fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég á 13 mánaða tík og það er eins og upp á síðkastið hefur henni dottið í hug að míga og skíta inni. Í dag skeit hún út um alla stofu og að fara með teppi í hreinsun kostar 5 þúsund krónur. Fyrir tæpum mánuði fór hún upp í rúm og meig á allt teppið þar og þurfti að fara með það einnig í hreinsun. Hvar á ég að leita mér hjálpar? Á ég að fara með hana til læknis eða hvað? Með von um góð svör Hvuttinn

Ferming (11 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég veit að þetta á ekki heima á þessu áhugamáli en fyrst að svo margir unglingar lesa þetta langar mig til að spurja ykkur að einu. Afhverju fermduð þið ykkur? Eða afhverju eruð þið að fara að ferma ykkur? (fyrir þá sem eru enn ófermdir) Vona að þið svarið þessu hreinskilnislega ;) Er það útaf þrýsting frá forledrum, peningum eða vegna trúarinnar?

hnerrandi hundur (1 álit)

í Hundar fyrir 21 árum
Hundurinn minn er búinn að hnerra mjög oft í dag. Hvað getur það þýtt? Er hann kvefaður?

Girnileg jólamáltíð handa hundinum (12 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 1 mánuði
Hvað á hundurinn að fá í jólamatinn? Þetta er eflaust spurning sem brennur á vörum margra hundaeigenda. Hér er ég með einfalda og holla lausn: 200 gr. hundaþurrfóður 1 dl. heitt vatn 2 matskeiðar lifrakæfa 1/2 pylsa Þú byrjar á að setja ca. 200 gr. af þurrfóðri í skál. Hellir heitu vatni yfir og hrærir vel saman. Þegar þurrfóðrið er orðið frekar mjúkt og ekkert vatn eftir á botni skálarinnar seturu kæfuna út í og hrærir henni vel saman við. Þú sneiðir pylsuna í örsmáa bita og hrærir henni...

Ís eða kaka? (0 álit)

í Matargerð fyrir 21 árum, 1 mánuði

Er hundurinn þinn hræddur við flugelda? (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 1 mánuði

Hvort er hundurinn þinn með lafandi eða upprétt eyru? (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 1 mánuði

Fílapenslar (1 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 1 mánuði
Kann einhver gott ráð við fílapenslum? Einhverjri góðri andlitssápu eða einhverju öðru?

Greitt aftur....... (11 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hvað finnst ykkur um greiðsluna sem tvær konur í Idoli hafa haft í hárinu líka einhver kerling í BAchelor alltaf með þannig hef ég heyrt. Svona greitt frá enni alveg aftur. Mér finnst það persónuleg vera asnalegt og ljótt! Hvað finnst ykkur?

Er hundurinn þinn með girtan garð á heimili sínu? (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum

Laugavegsgangan... (0 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 2 mánuðum
Hver fór í Laugavegsgönguna?

Vildi minna ykkur á Laugavegsgönguna :) (2 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Laugavegsganga, Akureyrarganga og Suðurnesjaganga Eins og fram kom í Sámi, fer fram árleg Laugavegsganga HRFÍ næsta laugardag þann 1. nóvmember. Lagt verður af stað kl. 13:30 frá Hlemmi. Gangan mun setja á sig skemmtilegan svip, þar sem lögregluhundar ásamt eigendum sínum koma til með að leiða gönguna. Ásamt þeim munu stolt félagsins, ungir sýnendur vera í fararbroddi fylkingar. Hljóðfæraleikarar hafa svo verið fengnir til að slá taktinn fyrir okkur. En það verður ekki bara gengið á...

Flott að láta sjást í G-strenginn? (34 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Eins og þið hafið mörg tekið eftir fjölluðu fréttir á Stöð 2 í kvöld um greinina sem vara birt í síðasta tölublaði Æskunnar. Ef ég tek orðrétt úr Æskunni stendur þetta: “Flottast er að láta sjást í nærbuxur sem eru hannaðar til þess arna. Enda væri sennilega ekki flott að láta sjást í stórar hvítar bómullarnærbuxur - eða hvað?” Ég vil líka benda á það að fyrirsögn greinarinnar er: “Í vetur sýnum við strengi” Fréttir stöðvar 2 tóku viðtal við ritstjóra Æskunnar og sagði hún að það átti að...

Sámur kominn út! (4 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Ég vildi bara segja að 2. tölublað af Sámi er komið út. Klöppum fyrir því :) Vá hvað það verður gaman að sjá hundagönguna sem verður frá Hlemmi niður á Ráðhús. Það er líka skemmtilegt að vita að fyrir jól kemur út ný, 250 blaðsíðna hundabók.

Buxur? (9 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Veit einhver hvar er hægt að fá flottar, ódýrar og þægilegar buxur til að nota dagsdaglega. Og þá meina ég undir 10 þúsund krónunum. Eins og flestar Dieselbuxur kosta.

Hver er munurinn??? (3 álit)

í Hugi fyrir 21 árum, 3 mánuðum
Hver er munurinn á rauðu Boxy strokleðri og blá? Ég hélt að það væri bara útlitið!

Að heilsa? (3 álit)

í Hundar fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Kann einhver gott ráð til að kenna hundinum sínum að heilsa?

Skóbúðir? (4 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hvaða skóbúðir eru flottastar í Reykjavík? Mig vantar svo skó til að vera í dagsaglega í vetur.

Hvað áttu margar gallabuxur (sem þú notar)? (0 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 4 mánuðum

Hvað áttu mörg skópör? (0 álit)

í Tíska & útlit fyrir 21 árum, 4 mánuðum
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok