Þegar ég vakna á morgnana velti ég stundum fyrir mér, til hvers er ég að lifa í dag? Dagurinn verður alveg eins og allir hinir, ég vakna, fer í skólann, kem heim, hitti vini mína og fer að lokum að sofa. Svo horfi ég kannski á sjónvarp þess á milli og borða og geri kannski eitthvað meira. Er einhver tilgangur með þessu lífi. Hefur lífið engan tilgang. Ég finn hann ekki alltaf. En hann hlýtur að vera þarna! Það eru svo margir aðrir sem lifa lífi sínu eins og ég, og aðrir sem gera minna eða...