Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

hugskot
hugskot Notandi síðan fyrir 20 árum, 8 mánuðum 256 stig

Hví grætur þú ? (0 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
þessi gráa rigning græt með henni get ekki farið út í dag án þess að blotna græt ekki af gleði yfir að eiga þak yfir höfuðið og góða kápu græt á góðum degi yfir að geta ekki verið úti þegar sólin skín

vogun vinnur - vogun tapar (1 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
í hífandi haustrokinu héldu laufin sér fast í tréð og kjökruðu af ótta við ýlfrið i vindinum og glymjandi málmskellina í garðhliðinu föl af ótta en full lífslöngunar langaði þau að upplifa annað vo

eftirhreytur þunglyndis (8 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 2 mánuðum
ég er búin að biðja svo oft um að fá að deyja að ég er örlítið hrædd um að verða hrifsað burt þegar ég verð loksins farin að lifa <i> var að velta því fyrir mér <br>hvort endalaust sé unnt að storka örlögunum </i

hvatning (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 3 mánuðum
mér hefur verið nauðgað áður helvítið þitt stundi hún með hnífinn við hálsinn … hef eftir það bullandi herpes hægra megin á píkunni HIV smituð að auki … haltu áfram – kláraðu og njóttu … <i>hverjum finnst þetta grimmt?</i

oddaflug yfir lauginni (5 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 3 mánuðum
grái fokkerinn flýgur norður flugtækni gæsanna sem fylkjast suður að sækja flensu fer ekki framhjá mér flýt á bakinu fram og aftur augnabliksmóment í takt við tíðarandann - október 2005

skýjafarið (3 álit)

í Ljóð fyrir 19 árum, 4 mánuðum
skýjafarið skuggar og glitský skyggja á ávalar hlíðar skýjafingur leita uppi logandi bletti leita og iða titra og teygja toga í rætur móður jarðar sem stynur og biður um meira

Kvöldganga í vetrarbyrjun (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Þegar ómar næturhörpunnar spegla sig í regnboganum sem vaggar á gárum í voginum við skímu borgarljósanna Þá verður fegurðin svo yfirþyrmandi að máninn felur andlit sitt feimnislega vafinn skýjatrafi stjörnurnar blikna og norðurljósin nötra Þá stari ég hugfangin á fegurðina og leita að lýsingarorðum sem duga … leita að orðum til að lokka þig með mér næst

hugmynd (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 3 mánuðum
upp úr þurru birtist hún borubrött kvað sér hljóðs og kyrrsetti allt í kolli mínum æddi um eins og ótemja sem engum böndum verður á komið út í buskann eins og örskot hvarf hún fari hún fjandans til

sorg (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 4 mánuðum
tárin taka ekki tilgangsleysið í burtu þau skilja eftir svarthol svikinna vona hið innra einsemd svo sára að annað er hjóm og eftir að bliki augnanna blæðir út að lokum er bleksvart tómið svo takmarkalaust án vona

Ó eining (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ung og heit sigldu þau seglum þöndum um lífæð ástarinnar í leit að hjarta velsköpuðu hjartalaga hjarta með hólf fyrir bæði. En funheitt blóðið bar hann burt með blik í auga. Um háræðarnar hríslast hún með hugaróra og yrkir einmana ljóð um ólgandi þrá. Í ósæð og afkimum hjartans óma ástríðustunur svo ákaft er elskendur mætast að eldrautt hjartað missir slag í bylgju af blóði berst hann burt hún hríslast um háræðar - og stynur.

ein ein ein ein elti (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 6 mánuðum
hún stendur ein upp við vegginn alein utan við hópinn afskiptaleysið öllu skárra en olnbogaskotin oddhvöss og grimm og augngoturnar sem segja svo margt því stendur hún einmana alein við vegginn utan við hópinn ——- (það væri gaman að fá mat yngri skálda á þessu ljóði mínu sem lenti í öðru sæti í ljóðasamkeppni MENOR og Heima er bezt 2004)

að kirkja.. (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
amma dó og drengurinn litli minnist dimma dagsins í kirkjunni hvítu hann minnist klerkisins í kuflinum svarta og kaldrar grafar í kirkjugarði og segir: manstu þegar hann var að kirkja hana ömmu niður? (orð lítils frænda urðu kveikjan að þessu ljóði :-)

En þú brostir alltaf! (3 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fannstu þá aldrei blómanna angan og ilvolgan vindinn vangann strjúka? Getur það hugsast að brosið þitt bjarta hafi verið brostið hjarta í felum?

ljóðskáld les (9 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
eins og krækiber í hásölum helvítis hellti það úr hjarta sínu og hugarfylgsnum yfir ókunnug andlit úr öllum áttum og uppskar að launum lof og prís hafði svo hvergi höfði sínu að halla heim götuna vandraði gráti nær og galtómt híði með hrat í hjarta upprifna und og ískaldar minningar um einsemd og harðæri horfins tíma og helsára þanka

sá hlær bezt (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
þegar ég hjóla á harðakani eins hratt og ég get meðfram hafinu bláa fyllist hjartað af hamingju og hugurinn flýgur svo hratt – og svo hratt að fæturnir hamast og snúast og snúast en flugfima kríugerið með hvössustu goggana gefst ekki upp og eltir mig uppi með einbeittan árásarhug en finnur engan höggstað - fyrir hjálminum (ennþá í Gróttu… þar eru fuglarnir og frelsið)

dag drauma veröld (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
ég horfði í andakt á himinboga halla sér í sápukúlu hóf mig á loft og hallaði mér þar líka leið svo vel í vaggandi veröld gleymdi mér í gullnu hulstri glitrandi í regnboga litum barst með blænum og blíðlega gældi við blómgað tré bara til að strjúka – strjúka vaknaði upp af værðar draumi er veröldin sprakk (sápukúla getur vakið draum - ekki síst ef sjálfur regnboginn hefur sest þar inn)

kvíði á tyllidegi - taka tvö (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
eins og fáninn sem blaktir í blænum bjarta tyllidaga hangir þú í húminu hnípinn af ótta við einsemd og óljósa framtíð algjörlega niðurbrotinn

glampandi blíðan (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
glampandi blíðan glennir sig inn um gluggann og gefur auga konunni með kústinn sem horfir dreymin á hafið handan við húsin og fjarlæg fjöllin í fjólubláu mistri glampandi blíðan glennir sig inn um gluggann og gyllir agnir sem konan eltir glampandi blíðan glennir sig og glepur að lokum konuna sem dáleidd af draumnum dansar við kústinn

svikult bros (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 7 mánuðum
læddist fram á varir mínar laumupokaðist í skjóli hugsana minna án þess að ég gæfi því gaum hvert stefndi og miskunnarlaust ljóstraði það upp um leyndarmálin sem ég hafði læst svo vendilega inni í hjarta mínu

Grobb (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
ég stóð á öndinni af hrifningu yfir eigin ágæti og lýsti með tilþrifum tækninni minni: “vots mí; æv gottit; æm brilljant” en þegar mér fataðist sundið saup ég hveljur úti í miðri laug og stóð á öndinni - aumingjaleg og sagði svo á innsoginu: “its not fönní; æ olmóst drávnd” (eitt sinn… var ég að reyna að betrumbæta skriðsundstæknina mína)

sat þarna bara og beið (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
sat í fjörunni á steini full sjálfsvorkunar &#8230;og beið innantóm og leið og ætlaðist í alvöru til að vindurinn fjaran og fuglagargið fylltu tómið fegurð visku og fögnuði án fyrirhafnar sat í fjörunni og brosti að barnaskapnum brosti &#8230; þar sem ég sat þrátt fyrir allt meðan fuglinn gargaði og vindurinn lék um vangann <i>(ort 25. maí 2004 þegar ég var hundleið á sjálfri mér)</i

íslenskur athafnamaður (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
hann snýst og snýst spinnur og spinnur athafnasamur í erli dagsins alla daga - öll kvöld oft fram á nótt sofnar seint - vaknar snemma og undirbýr spenntur spuna dagsins spinnur sig upp yfir morgunverði mogga og minningargreinum með útvarpsfréttir af heimsósóma í öðru eyra vaknar seint á sunnudagsmorgni og leggur blíður úthvílt höfuð á hennar öxl sem við hlið hans liggur og hefur loksins góðan tíma hvíslar ástarorð í eyra augnablik áður en síminn hringir eitt andartak er undarleg spenna engin...

orðvana (4 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 8 mánuðum
í bláum tónum samlit sjónum eru fjöllin fagurlega útskorin skuggamynd í vestri upplýst af bakgrunnslitum úr báli sem bara er hægt að lýsa með litum og tónum sú mynd er fegurri en fegursta hugsun sem flogið hefur um huga manns án orða
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok