Mig langar að deila með ykkur bráðhollum eftirrétti sem mér datt í hug í fyrra. Byrjið á að taka drykkjarjógúrt og látið það vera í frysti í nokkra klukkutíma þar til það verður að krapi (ekki alveg frosið í gegn). Það er mjög gott að setja það í eitthvert ílát sem er auðvelt að ná úr. Skerið svo niður ávexti, t.d. appelsínur, epli, banana, eða jafnvel ber og setjið í skál. Stráið yfir 1-2 msk af kókosmjöli. Hrærið vel saman. Setjið svo drykkjarjógúrtið yfir. Þetta er alveg frábært,...