LOK Ég gref holu. Dýpra og dýpra renna fætur mínir niður í endalaust ruglið sem lífið snýst um. Þegar ég gægist inn um skráargatið horfir þú á mig eins og furðufyrirbæri frá fjarlægri plánetu. Augun reika um höfuð mitt, leita að útgönguleið, leiðinni inn um hurðina og að óendanlega mjúkum faðmi þínum. Amma mín segir oft að augað sé spegill sálarinnar. Ég veit ad það er rugl. Mín varð eftir einhversstaðar á Seltjarnarnesi. Lýsi hérmeð eftir henni. Frá því að ég tók fyrst eftir þér,...