Þeir sem eru í megrun og þurfa að grenna sig, hvort sem það er í gegnum líkamsrækt, mataræði eða annað mega ekki gleyma sálræna þættinum. Í undirmeðvitundinni er löngun og vani sem keyrir fólk áfram í ofátinu, og ef ekki er tekið á þessum þætti samhliða líkamsrækt og mataræði þá geta allar tilraunir til að grennast runnið út í sandinn þar sem vaninn og löngunin er einstaklingnum yfirsterkari. Öll vitum við hvernig á að grennast, heilu bækurnar hafa verið skrifaðar um þau einföldu sannindi að...