Ferð þinni er lokið, en við heyrumst síðar meir. Hlið Drottinns er þér opið, og þar standa englar tveir. Hér áttu kross með þínu nafni, og frá kertum friðar ljós. Komi von með hvítum hrafni, sendur mér með þína rós. Bíddu mín við fjallið, eins og dagur verður nótt. Sjálfur er ég lausnargjaldið, þú ert farin allt er hljótt. Eitt sinn verða allir dagar taldir, minning þín mun lifa hátt sem stjarna. Hvíl í friði sem þú valdir, blessuð sé minning þín elsku Arna…+…