Ég var í barnaafmæli um helgina og varð bara að spyrja ykkur um álit á þessu máli, þ.e. hversu mikið telst “eðlilegt” að eyða í afmælis- og jólagjafir fyrir barnið sitt ? Ekki það að sá drengur hafi fengið eitthvað óeðlilega mikið af gjöfum eða þannig, reyndar fékk hann mikið af “nytsamlegum” gjöfum eins og náttfötum,sokkum,húfu,nærföt og þess háttar, en hann var nú frekar spældur yfir því.. ha ha.. á 3 ára afmælinu.. En það lagaðist þegar “hörðu” pakkarnir komu ! :) Stundum blöskrar manni,...