,,Hver ertu?” ávarpar bláókunnugur drengur mig þegar ég er á minni vanaföstu leið að pósthúsinu í morgunsárið. ,,Ég hef séð þig ganga hérna framhjá á svipuðum tíma í rúmt ár, alltaf einn í sömu ullarpeysunni, með þessa snjáðu tösku og í gúmmítúttum.” Ég lít á hann með óræðum svip þar sem hann hallar sér kæruleysilega að húsveggnum og starir óhugnalega á mig. ,,Ég er margt” ansa ég svona til að segja eitthvað. ,,Hvað heitir þú?” ,,Ég heiti Móri, ég verð að halda áfram, annars verð ég seinn”...