Þeir sem hafa fylgst eitthvað með MMA og þá helst UFC undanfarin ár hafa án efa tekið eftir Tapout töffurunum. Það er, frekar massaðir gaurar (“bloated”) með hökuskegg, nóg af tattúum og svo loks í níðþröngum Tapout bolum og með beanie húfu. Það fylgir líka oft útþandur brjóstkassi, hendur standandi vel út frá síðunni og ögrandi augnarráð (en þó ekki alltaf). Ég hafði nú bara séð þessa tísku á netinu, í sjónvarpinu og svo í USA en núna loks í gær sá ég tvo unga menn í miðbæ Reykjavíkur sem...