Sólmyrkvinn 31. maí 2003 Þessi sólmyrkvi verður sá mesti sem sést hefur hér á landi síðan 1986. Hann er hringmyrkvi, sem merkir að tunglið fer allt inn fyrir sólkringluna en nær ekki að hylja hana, svo að rönd sést af sólinni allt í kringum tunglið. Hringmyrkvinn sést fyrst við Bretlandseyjar en skugginn færist síðan til vesturs yfir Færeyjar, Ísland og Grænland. Þessi myrkvastefna, frá austri til vesturs eftir yfirborði jarðar, er afar sjaldgæf og stafar af því að skugginn frá tunglinu fer...