Ég skellti mér í kvöld, fimmtudagskvöldið 9.okt 2003, á útgáfutónleika 200.000 naglbíta á NASA. Þeir voru þar, auðvitað, að kynna nýjasta verk sitt “Hjartagull” Þeir mættu galvaskir á sviðið og byrjuðu að spila og maður lifandi þvílíkt sánd! Nýju lögin eru snilld, enda ekki við öðru að búast og diskurinn verður keyptur á morgun engin spurning. Þeir spiluðu nú ekki lengi drengirnir og heyrðist vel að hálsbólga var að hrjá Villa söngvara, svona allavega í síðustu lögunum. Þeir spiluðu alla...