Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Í átt að hvor öðru. (uppáhalds minningin mín) (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 4 mánuðum
fingurnir svifu hægt, í hæglátu húmi, eins og óstöðug fiðrildi í vorvindi, í átt að hvor öðrum. Mættust svo, Í myrkrinu. Náttmyrkrinu Sem var svo fagurskreytt blikandi kertalögum, Og tveimur Óreglulegum hjartsláttum. Þú brostir, Ég brosti. Og tinandi varir okkar mættust Í fyrsta sinn. Þetta er, Uppáhalds minningin mín.

Framtíðin. (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 6 mánuðum
Óttastu ekki framtíðina, Sjáðu hana frekar sem mynd Þar sem þú stendur Og ég þér við hlið. Við skulum ekki hræðast Ókomna tíð, Því það sem er liðið Var eitt sinn framtíð. Óttastu ekki framtíðina Sjáðu hana frekar sem lind Þú drepur aldrei niður fæti Ofan í sama vatnið. Við skulum ekki hræðast Ókomna tíð, Tökum frekar á mótin henni Eins og byrjun Á nýjum degi. -hlinu

Millítíð (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Það er þarna ennþá. Grasið, fjöllin og himininn, mörgum árum síðar. Skrítið er það en samt, hvert hefðu þau átt að fara í millitíðinni? -hlinur.

Ævintýrið um litla fræ og stúlkuna. (7 álit)

í Smásögur fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Djúpt ofaní jörðinni, þar sem sólin aldrei skín, bjó lítil fræfjölskylda. Pabbi fræ, mamma fræ og litla fræ. Einu sinni þegar litla fræ var farið hátta, og mamma fræ var að ljúka við að bjóða því góða nótt, þá spurði það mömmu sína: ,,Mamma, hvað er fyrir ofan moldina?’’ ,,Það er svo margt gullið mitt.’’ Svaraði mamma fræ. ,,Eins og hvað?’’ Spurði litla fræ þá og settist upp í rúmið. ,,Litla fræ þú átt að vera farið að sofa, klukkan er orðin svo margt, hún er langt gengin fram yfir háttatíma...

Kvöld (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 8 mánuðum
Þau stóðu á klettabríkinni, tvö börn á kulnuðum degi, og horfðu á eftir sólinni hverfa á bakvið fjöllin. Yfir fagurbláan himininn var svo skyndilega dregin óvissa skreytt nokkrum litlum blikandi vonarglætum. Ofan í lófa stúlkunnar féllu svo lítil tár, og úr augum hennar óraði fyrir ótta myrkurs, komandi nætur. - ,,Gráttu ekki vinan mín, minn ljósguli engill’’ - sagði drengurinn þá. ,,Við skulum heldur láta birtuna í hjörtum okkar, lýsa okkur veginn.’’ ,,Lýsa okkur myrkvaðan veginn’’ - sagði...

Til æviloka (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Einn daginn, munum við leggjast til hvílu ég og þú og sofna í fangi hvers annars. Svo munum við vakna aftur eftir eilífðar svefninn langa einhverstaðar í skýjunum, snjóhvítu skýjunum, tveir gullskreyttir englar saman að ganga. Verðum ung aftur á ný, börn drauma og vona, og höldum ánægð saman inn í eilífðina því að við vorum ástfangin frá upphafi, til æviloka. ———- Ég elska þig Thelma. Þinn, Hlinur.

Spendýr á sunnudegi (4 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Við vorum Óargadýrin í skógunum undir fjöllunum. Tældum hvort annað, Og elskuðumst undir stjörnunum. Láum svo saman í leti. Spendýr á sunnudegi. Ég man Hversu vært það var, og róandi, að finna fyrir þér sofandi í fanginu mínu.

Framtíðarskyn (0 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
En nú hafa tímarnir breyst og mennirnir með. Íhaldsemin brotin Og reglunum breytt. Skynsemin þotin Og regnskógum eytt. Álverin rísa, eitt og eitt Og eftir situr jörðin, með sárt ennið, lúin og þreytt. Hvert fóru þessir draumar. Hver gróf vort framtíðarskyn. Hvar stal vor hugsun, um fegurð landlagsins. Hvert fóru þessir draumar. Hver gróf vort framtíðarskyn. Drauma um betri veröld og fegurra líf. Hvert fóru þessir draumar. Hver gróf vort framtíðarskyn. Um frið á jörðu og daga án stríðs Hvert...

Upphaf (1 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Það var sumar. Ég er tré, en þú fugl. Og þú reistir þér hreiður í hjarta mínu. Og ég lofa, hvernig sem á eftir að viðra, þá skal ég halda Laufblöðunum allt árið í kring, sama hvað á reynir, Til þess að veita þér skjól.

Við (bara í öðrum heimi) (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Við (bara í öðrum heimi) Hún tók í hönd mína, baðaði út vængjunum og brosti. Haltu, sagði hún, og ekki sleppa. Svo gengum við saman Yfir regnbogann.

Vana og gang. (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Í hvers manns hjarta hvílir dáið barn. Það hefur gleymst að fæða það andlegu gulli. Í hvers manns hjarta hvílir dáið barn. en svo einhvern tíma í ellinni, fær það síðasta orðið.

Tilgangur Stjarnanna. (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Og himininn var eins og slæða sem dreginn var yfir ljós. og stjörnurnar. Glitrandi stjörnurnar löngu liðin göt sem lýstu í gegn. Þær stóðu þarna eins og ljósstafir um miðja nótt. Eins og slitinn perlufesti Yfir spegilsléttu vatni. Eins og að einhver, skrifaði leyndarmál á næturhimininn sem við á jörðinni fáum aldrei að vita. Og undir glitrandi næturhimninum stóð ég og mér fannst þær hvísla til mín: Þó þið vitið mismikið, þá eruð þið öll jafn heimsk.

Á flug (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Svo eru það þessi orð. Þessi blessuðu orð. Sem, fyrir svo mörgum, standa eins og steinar einhverstaðar úti í buska. en Steinn er bara steinn Ef maður sjálfur fær að ráða, En hugurinn getur breytt þeim Í demanta og gull. Slepptu takinu Og lofaðu þessu litla að verða miklu stærra. Því það þarf bara smá til. Til þess að koma okkur á flug.

Til Stúlku. (3 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Leggðu eyra Við brjóst mitt. Og hlustaðu æa hjarta mitt slá. Nafn þitt þar ómar, um allan líkama og sál. Og einhverstaðar Þarna inni, ef nógu vel er af gáð. Má sjá glytta í fögur blóm sem þú hefur sjálf sáð. Leggðu eyra við brjóst mitt. Og hlustaðu á hjarta mitt slá. Það slær fyrir þig, aðeins þig. Af allri guðs náð. -hlinu

Lífið og dauðinn (2 álit)

í Ljóð fyrir 18 árum, 9 mánuðum
Skyldi lífið vera bundið Hjartslættinum einum, Andardrættinum og Líkamstarfseminni? Eða tekur kannski Eitthvað annað við í lokin? Verðum við af dúnmjúkum Skýjum með vængi Og fáum að horfa á fólkið bardúsa Eins og framhaldsþætti? Eða leggjumst við í kistu Ofan í moldina köldu? Ofan í myrkrið. Eilíft myrkrið. Raunhyggjan er réttari, en Dulhyggjan, skemmtilegri. Samt veit ég, Þótt ég fari um þessa hluti Andvana orðum Þá fæ ég ekki sannleikan Um lífið og dauðan: Fyrr en hjartað slær Síðasta...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok