Djúpt ofaní jörðinni, þar sem sólin aldrei skín, bjó lítil fræfjölskylda. Pabbi fræ, mamma fræ og litla fræ. Einu sinni þegar litla fræ var farið hátta, og mamma fræ var að ljúka við að bjóða því góða nótt, þá spurði það mömmu sína: ,,Mamma, hvað er fyrir ofan moldina?’’ ,,Það er svo margt gullið mitt.’’ Svaraði mamma fræ. ,,Eins og hvað?’’ Spurði litla fræ þá og settist upp í rúmið. ,,Litla fræ þú átt að vera farið að sofa, klukkan er orðin svo margt, hún er langt gengin fram yfir háttatíma...