Hár Og ég velti því fyrir mér hvort konan lesi hugsanir. Hún er með dökkt hár niður að öxlum með rauðum og hvítum strípum, of mikinn augnskugga en ljósbleikar varir sem virðast í öðrum hlutföllum en aðrir hlutar andlits hennar. Hún er mjög sólbrún, eyðir líklega stórum hluta af þeim tíma sem hún er ekki á hárgreiðslustofunni í ljósabekkjum. Fötin hennar eru dökk, svört svunta sem er úr leðri, ekki raunverulegu leðri heldur gervileðri, svona plastblanda með dökkum litarefnum og leður áferð,...