Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Startpakki fyrir kisu (0 álit)

í Kettir fyrir 16 árum, 9 mánuðum
Við fengum okkur kisu fyrir tveimur mánuðum síðan og svo kom í ljós að prinsinn var með ofnæmi fyrir köttum. Þannig að við fundum annað gott heimili handa honum en erum núna með fullt af dóti sem hann átti, allt mjög nýlegt. Við viljum selja þetta allt saman í einum pakka. Þetta er : - Kattarsandskassi og pokar í hann - Skítaskófla - Matarskál (með tveimur hólfum … ) - Ól (hann náði að naga hana á einum stað, annars er þetta mjög falleg græn ól) - Klórustaur - Mýs (litlar mýs úr næloni sem...

Svörin (Tileinkað Helga Fannari sem lést 6. mars) (1 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Ég hef ekki skrifað í langan tíma en svo missti ég góðan skólafélaga og vin, Helga Fannar Helgason, seinustu helgi í hræðilegu bílslysi, og mig langar að tileinka honum þessa fyrstu sögu mína efir tveggja ára hlé. „Mannskepnan þykist vera svo klár og segist vera æðsta vera jarðarinnar á meðan örninn, fálkinn og litli þrastarunginn fljúga yfir höfði hennar og hlæja að henni kaldhæðnisleg. Ef hún er eins klár og hún segist vera, hví nær hún þá ekki að binda enda á stríðin og eymdina í...

Tangó eyðimerkurinnar (1 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Sandurinn dansar banvænlegum eilífum dans hann rís upp hvolfist yfir mig sé ekki neitt. -Hættu þessum helv…. tangó-

Dauðadagurinn (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
*Dauðadagurinn* Ég er einn í heiminum. Ég er ekki elskaður, ég er ekki dáður, ég er núll og nix. Ég sé ekki það sama og þið sjáiðm, þið sjáið hamingju á meðan ég sé áhyggjur. Ég minnist þess dags ennþá þegar pabbi minn lokkaði mig út í skúr og strauk mér á stöðum sem pabbar eiga ekki að strjúka á. Hann gerði þetta æ oftar og á endanum leið mér eins og leikfangi því að þá var mamma mín farin að fylgjast með. Þetta hætti ekki fyrr enn löggan kom og bjargaði mér en hún var engu skárri, hún...

Hvernig smásögu finnst þér skemmtilegastar? (0 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum

Sofðu (3 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
*Sofðu, ástin mín* Ég beygi mig yfir þig og horfi inn í augun þín, ég heillast svo af þessu bliki. Ég vona svo innilega að þetta blik þýði hamingju því að ég vil gera þig svo hamingjusaman. Þú brosir til mín, dregur mig að þér og smellir á mig einum kossi. Þegar ég reisi höfuðið aftur upp brosiru meira og tjáir tilfinningar þínar. Ég elska þau orð, orðin um hvernig þér líður í minn garð. Ég sé að þú ert þreyttur og þú reynir að loka augunum en getur það samt ekki því að ég veit að þú vilt...

Stunginn af (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 10 mánuðum
*Stunginn af* Kæra Lísa Ég hef verið að skrifa þér mörg bréf en get aldrei sent þau í pósti. Mér þykir fyrir því. Ég veit að ég flúði, flúði heimahagana. Þetta átti bara ekkert við mig, mér leið illa. Ég fór á meðan þú svafst, þú svafst svo friðsællega. Ég kíkti líka á Fanneyju, hún er alveg eins og þú. Ég blygðast mín líka því að ég hélt fram hjá þér, það er kannski raunverulega ástæðan fyrir för minni. Ég veit að þú átt aldrei eftir að finna mig því að ég er núna í öðru landi. Þar kynntist...

Stúlkan á sloppnum (2) (1 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
Þessi saga hefur komið á þessa síðu og hlaut góða dóma fyrir utan það hvað endirinn var lélegur. Jæja, ég hef lagað hann og hér er sagan..með betri endi. *Stúlkan á sloppnum* Ég man svo vel eftir því er ég sá þig fyrst. Ég var að bera út blöðin er ég heyrði eitthverja skræki úr einu húsinu. Ég stóð þarna lengi og reyndi að átta mig á því hvað gengi á þegar þú hljópst út í snjóinn á sloppnum einum. Ég missti gjörsamlega andlitið. Þú brostir til mín og sagðir: „Við erum bara að leika...

Geðveikin nær yfirhöndinni (3 álit)

í Smásögur fyrir 21 árum, 11 mánuðum
*Geðveikin nær yfirhöndinni* Í huganum mínum eru flugur, flugur sem gera mig geðveikan, rugla lífið mitt. Allt snýst í hringi og ég veit ekki í hvora áttina ég á að stíga, það gera flugurnar. Ég er Hitler hinn annar. Ég er Guðinn sem allir tilbiðja, ég er fuglinn sem þú sérð þegar þú lítur upp í loftið því að ég kann að fljúga. Ég er geðveikur og það vita allir, nema ég, ég segi að ég sé heilbrigður. Ég þoli ekki þessa fangavist, ég þoli ekki lífið, það er fanglesið. Það vita aðeins...

Dauðinn og afi (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum
Ég var nú aðallega að leika mér og gantast en allir eru skrítnir á sinn einstaka hátt, ekki satt??? Hilja *Afi minn og dauðinn* Hann gekk upp og niður stigann, aftur og aftur. Ég vissi ekkert hvað að honum gekk en eins og vanalega þurfti ég að svala forvitni minni. Ég gekk upp að honum og bar upp spurningu mína. „ O, það er nú ekkert merkilegt. Ég er að bíða, “ svaraði hann og hélt áfram að ganga. Ég stóðst samt ekki mátið og ákvað að halda áfram að spyrja. „Eftir hverjum...

Lengi að koma inn (1 álit)

í Tilveran fyrir 22 árum
Allt í lagi…ég veit ekki hvað gengur á en núna er kominn 8. janúar og það hafa engar smásögur komið inn síðan 5. jan. Ég veit að það er búið að senda inn nokkrar sögur en afhverju koma þær ekki! Þetta er stundum voðalega leiðinlega PIRRANDI. Ekki er maður tvo eða þrjá daga að lesa yfir eina sögu…hvað þá að koma henni inn!

Nú fljúga fuglarnir suður (0 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Brátt fljúga fuglarnir suður á bóginn og ástin mín með. Ég vildi óska þess að svo væri ekki en ég ræð því víst ekki, hvað svo sem ég geri. Ást mín á henni er og verður eilíf og mun geymast í minnum manna svo lengi sem mannkynið mun lifa í þessum alheimi. Tilfinningar okkar voru heitari en aðrar tilfinningar, meira ánetjandi og varð á endanum lífskraftur minn. Þess vegna fæ ég það ekki skilið hví hún mun fljúga með fuglunum núna. Vorið1925, 9. júní, sá ég fegurstu manneskju í heimi. Geislunin...

Fuglinn minn - Díana (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Fuglinn minn - Díana Hún gengur hratt yfir en þó svo hægt að öll blómin vagga létt þegar hún gengur framhjá, rétt eins og þegar hlý sunnangola leikur um þau. Þetta er draumadís margra manna. Lyktin af henni er svo mild og góð að hún fyllir allt lyktarskyn mitt og gerir mig svo hamingjusaman að mér finnst sem ég svífi. Þessi tilfinning er með öllu ólík. Þetta er eins tilfinning og þegar þú finnur góða lykt sem þú manst eftir á æskuárum þínum. Lyktin af henni er samt enn betri og andvarinn sem...

Stúlkan á sloppnum (1 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Stúlkan á sloppnum Ég man svo vel eftir því er ég sá þig fyrst. Ég var að bera út blöðin er ég heyrði eitthverja skræki úr einu húsinu. Ég stóð þarna lengi og reyndi að átta mig á því hvað gengi á þegar þú hljópst út í snjóinn á sloppnum einum. Ég missti gjörsamlega andlitið. Þú brostir til mín og sagðir: „Við erum bara að leika okkur,” svo hljópstu inn aftur, hlæjandi. Þessar örfáu sekúndur fengu mig til að falla fyrir þér. Þú varst um 18 ára þegar þetta gerðist og um 20. Eftir þennan dag...

Lífið og eiginleikar þess (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Þetta ljóð er bara eins konar skyss en ojæja….. *Lífið og eiginleikar þess* Hefur þú séð fuglana fljúga og fagurgalan synda? Hefur náunginn nauðgað þér og nælt í þitt bros? Hefur þú verið blindað barn er berst við eigin straum? Hefur þú alltaf aurum annt og hugsað ekki um annað? Ef neitun þú notar nú við fyrsta en kinkar kolli kímnislega við það seinna - Ertu heppinn einstaklingur en einstaklega sjálfselskur. Því brosið breitt blíðkar þig og sjónin sýnir stóran heim. En aurar eru aukaatriði...

Nóttin (4 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 4 mánuðum
*Nóttin* Lítil, einmana vera gengur um með svarta slæðu, syngjandi vögguvísu. Það er verk hennar og vinna. Veran hylur himininn, og haslar sér völl í næturkyrrðinni. Svört slæða hennar þekur heiðan himin og hún grætur á meðan. Tárin renna niður kinn hennar en hún tekur tárin og tendrar með þeim slæðu sína. En svo kemur sólin og veran fljótt flýr. Farin á annan stað, með slæðu sína og vísu. hilja Veran þó senn aftur snýr og svertir himininn aftur.

Eikartréð og þú (2 álit)

í Smásögur fyrir 22 árum, 4 mánuðum
Manstu eftir því þegar þú sast alltaf undir stóra eikartrénu, í miðjum skrúðgarðinum, á sunnudögum. Þú varst alltaf með eitthverja bók. Oftast var hún verulega þykk og þú sast þarna tímunum saman. Ég tók einna oftast eftir því að þú last bækur eftir Charles Dickens. Það var allt svo friðsælt í kringum þig og af þér stafaði einstakur geisli sem lýsti veröld mína upp. Ég gekk þarna framhjá á hverjum degi, aðeins til að sjá þig. Þú hafðir svo yndislega fallegt hár, ljóst og liðað. Oft og mörgu...

Listaverk ljóssins (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
* Listaverk ljóssins * Bak við fjöllin birtist ljós. Það dreifir úr sér og glæðir dalinn. Sendir geisla á botn vatnsins, sendir geisla inn í híbýli mannsins og vekur hanann með hlýjum strokum. En brátt sígur ljósið á ný. Það svæfir allt með léttum strokum, ástúðlegum og hlýjum strokum. Þakkar fyrir góðan dag, málar listaverk á himininn og kveður með ljúfum kossi.

Fæðing (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
*Fæðing* Sólin er risin, leikurinn byrjaður, keppnin hafin og ég græt. Þetta er svo stórt, stærra en heimurinn minn. Ég reyni að skilja allt er ég finn hina mjúku kinn.

Endalok (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
*Endalok* Ljósið er að síga, vegurinn er á enda. Ég hef flogið lengi vel en nú er tími til að lenda. Stundaglasið er búið, sandurinn fokinn, tíminn útrunninn og dauðinn er kominn.
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok