Ég á tvo hesta sem eru yfirleitt mjög bundnir svona fyrst á veturna og þeir eru rosalega ólíkir… Faxi er latur alhliðhestur þar sem gangurinn var ekki þjálfaður nógu mikið þegar hann var ungur… ég nota alltaf písk á hann og þegar ég kem honum til að verða betur reistur, léttari í taumi og viljugari þá töltir hann yfirleitt hreinna… Hinn hesturinn, Blesi… hann er viljugur klárhestur en er bundinn á hægu og meðaltölti… til að hreinsa hann róa ég viljann aðeins niður, brokka, reyni að fá betra...