Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum síðan, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari Metallica, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar. Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion tvenna veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi. Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Seinni...