Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

án titils (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Í myrkrinu fann ég að höndin þín heit hægt og rólega hóf sína leit. Hún snerti streng og hjarta mitt spilar nýjan tón. Í myrkrinu heyrði ég örlítil orð ofurhægt læðast um huga míns storð. Þau nefndu streng og hjarta mitt spilar nýjan tón. Í myrkrinu sá ég að lifnaði ljós, lýsti og litaði frostsins rós. Það lýsti á streng og hjarta mitt spilar nýjan tón. Í myrkrinu vermdu varirnar tvær, vanga sem nú er bjartur og tær. Þú kysstir streng og hjarta mitt spilar nýjan tón.

Vorið sem Dauðinn kyssti (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Vorið sem Dauðinn kyssti Mjöllin hylur nakinn og stirðnaðan líkama þinn. Frostið myndar rósir í starandi augu þín. Fönnin myndar fjólur á stjarfar varir þínar. Snjórinn myndar liljur í stingandi hár þitt. Ísinn kveikir eld í blæðandi brjósti þínu. Þú ert vorið sem Dauðinn kyssti.

Annar heimur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Annar heimur Helbláar hendur hrifsa mig burt, hrifsa mig inn í annan heim. Ísköld augu egna mig burt, egna mig inn í annan heim. Frosinn faðmur færir mig burt, færir mig inn í annan heim. Dimmur draumur dregur mig burt, dregur mig inn í annan heim. En þú, þú þvingar mig aftur í þennan heim.

Dagur & Nótt (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Dagur & Nótt Ég geng einn eftir kvöldhimninum við sólsetrið mæti ég þér. Þú gengur ein eftir kvöldhimninum við sólsetrið mætir þú mér. Heillandi augu þín skjóta til min agnarsmáum stjörnum alla nóttina. Þegar birtir á ný stend ég á hvítu skýi og hjarta mitt er fullt af stjörnunum þínum.

Hjartasár (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hjartasár Döggin glitrar og geislar en grátandi stúlkan ein situr og sorgina beislar svikin, heyr tregakvein. Bitrum og brostnum augum í bálið starir mey „í sæng með dauðans draugum, Djöflinum seld, ég dey“. „Þú vinur, er áður mig áttir, elskan mín, góða nótt. Mér er sama þó náist sáttir sæl ég sef nú rótt“. „Ég syrgi mjög að manni brást og bið að fyrirgefi mér, þú sem átt mína dýpstu ást, sem ávallt er tileinkuð þér“. *** Við textann er til lag með hljómsveitinni Whool frá Akranesi....

Kveðja (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Kveðja Að eilífu englarnir yfir þér vaki, í augum þér sólin skín. Kvöl er í hjarta, kuldi og klaki er kveð ég þig ástin mín. Að hausti þú fangaðir einmana hjarta, sem hreyfðist í brjósti mér, það ætlar þér gæfu, framtíð bjarta, það aldrei mun gleyma þér. Nú heiminn í hinsta sinn augu mín líta, hugur minn allur er þinn, að endingu mætumst á himninum hvíta, nú hverf ég þér vinur minn. *** Kveðja er texti við lag með hljómsveitinni Whool frá Akranesi, http://walk.to/whool

Nótt (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Nótt Í flýti leið hin ljúfa nótt er lífgaði hjartans bál. Í myrkrinu bærðist undur rótt brjóst þitt hjá minni sál. Úti fangaði frostið allt, fannhvít var jörðin af snjó, í fangi þínu ei var kalt, hlýjan í hjartanu bjó. Ég aldrei gleymi þeirri nótt, í huganum oft aftur sný, þá hjarta mitt sló í friði rótt er birti af degi á ný. Gluggann fyllti frostsins rós og stjörnubjört var sú nótt. Augu þín eru mér lífsins ljós, þó líði það undur fljótt.

Sama hvað (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Sama hvað Í haglinu heyri ég nauða, hver vindkviða um mig fer, sem hugsun um hamingju dauða, harminn í brjósti mér. Mig umlykur þokunnar mistur, myrkrið og mjallhvít fönn. Heillaði hrafnsins systur, Heljar náhvíta hrönn. Hugur minn hulinn skýjum, hrímuð er dögg á brá. Huggun í armi hlýjum, hjörtu sem saman slá. Döpur augu Dauðann sjá, dekkri en myrkrið svart. Dimmuna deyða augun þín blá, í drunganum allt er bjart. Þér má þakka gleði mína, þróttinn sem býr í mér. Í sálinni innst mun alltaf...

Hjartsláttur (1 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 5 mánuðum
Hjartsláttur Finndu hvernig hjartað í mér slær og finndu hvernig það slær fyrir þig. Finndu þegar það slær ört eins og trumbur sem barðar eru í sífellu til að vekja fallandi her. Finndu þegar það slær hægt eins og þegar hafið fellur hljóðlega á ströndina eitt stjörnubjart haustkvöld. Finndu þegar það tifar eins og tímasprengja sem gæti sprungið á hverri stundu. En hvernig sem hjartað slær, þá slær það fyrir þig.

Vorið (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Laufin lifnuðu á trjánum í litlausum vetrarhjúp, og himininn horfði á mig, á hjartans dimmu djúp. Fuglarnir sungu um friðinn sem fagnar hverri sál, um dagsins ljúfu drauma, um dansandi ástarbál. Hamingjan hvarf frá mér, hamingjan elti þig. Veturinn var kominn er vorið kyssti mig. Með eitrað angur í hjarta, ég eftir sumrinu beið, en lífið leit ekki við mér, því leita ég enn að leið. Ég leita enn að lífi sem lifir fyrir mig. Ég vona að vorið komi, að vorið kyssi þig.

Engill (3 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Engill Einn fallegan dag var engill á sveimi, raulaði lag þó í djúpinu eimi, þá blossaði upp, aska og eldur, með brunninn væng var engillinn felldur. Með sviðinn væng og annan brotinn, lá engill á sæng, niður skotinn. Skotið frá víti hæfði hans hjarta, hann ríkir nú kóngur í eldinum svarta. Engill, engill með brotinn væng Engill, engill á eldsins sæng Engill, engill með brostinn baug Engill, engill sjá dauðans draug Í hrímhvítri höllu hörpunni gleymd'ann sem leikið var á í gleði eitt lag, of...

Andlit einmana stúlku (6 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Andlit einmana stúlku Það er sem döggin grafi djúp í döpur augun sár og andlit þitt sveipað huliðshjúp er hylur sorgar tár. Ásjóna þín og svipur sker í syrgjandi huga minn sár. Af hverju hafnaði hjarta mitt þér? Hví kvaldistu öll þessi ár? Ég stari í brostin augun blá í brosinu birtist mér nár, því hugur minn vita ei vildi fá um vonlaust hjartans fár. Hugur þinn áður mér gleðina gaf og gyllti hvert lífsins ár. Ég ætíð syrgi að hjarta mitt svaf, og svefninn dró að þér dár. Nú martröðin versta...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok