Sælir, ég hef verið að leika mér að gera stuttmyndir undanfarið, en ég er með eina pælingu: Hvernig í fjandanum getur maður haft stuttmyndir í góðum gæðum, en samt ekki í fáránlega stórum file? Til dæmis gerði ég 6 mínútna stuttmynd fyrir ekki löngu síðan, sem ég exportaði í ágætum gæðum. Útkoman varð 2,13 GB file, á meðan ég á bíómyndir á tölvunni minni í mun betri gæðum og mun meiri lengd, en samt er file-inn ekki stærri en 1 GB. Ég skil þetta ekki! Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér??...