Norðurbandalagið í Afganistan, sem berst gegn yfirráðum talibana í landinu, hefur áform um stórsókn í átt að höfuðborginni Kabúl þrátt fyrir áhyggjur margra leiðtoga þeirra um að þeir verði ofurliði bornir vegna ónógs undirbúnings og hversu fámennt lið Norðurbandalagsins er í raun og veru. Fram kemur á fréttavef Washington Post að þungar loftárásir Bandaríkjamanna hafi eyðileggt herstöðvar, þjálfunarbúðir, flutningatæki og hergögn talibana. Þá er samskiptakerfi talibana rofið. Þrátt fyrir...