Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

heidur2
heidur2 Notandi frá fornöld 268 stig

ódýr hunda- og kattamatur, framhald (19 álit)

í Kettir fyrir 19 árum
Ég fór í Bónus í gær sem er svo sem ekkert fréttnæmt nema að mér datt í hug að skoða innihaldið á hunda- og kattamatnum þar. Ég las utan á þrenns konar hunda- og kattamat og ég fékk bara nett sjokk. Í fyrri grein minni þá hafði ég fundið innihaldslýsingu á vinsælum ódýrum hunda- og kattamat á netinu. Þær innihaldslýsingar sýndu að hráefnið væri ekkert gott, en það sem ég las utan á matnum í Bónus (tek fram að þetta voru ekkert óþekkt merki, heldur vinsælasta búðarfóðrið) var ekki gott....

Hvað er raunverulega í ódýru hunda- og kattafóðri? (38 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 1 mánuði
Ég bara verð að segja ykkur frá einu sem ég komst að. Ég var að lesa um næringarfræði hunda og katta og rakst á fleiri en eina síðu sem fjölluðu um hvað væri raunverulega í ódýru (og lélegu) katta- og hundafóðri. Í fyrsta lagi er aðalinnihald ódýra fóðursins alltaf einhverskonar korn, eins og maís. Þetta er t.d. copy-paste af pedigree síðunni sem sýnir innihaldið í einu af Pedigree þurrfóðrinu (valið af handahófi): GROUND YELLOW CORN, CHICKEN BY-PRODUCT MEAL, MEAT AND BONE MEAL (NATURAL...

Blóðsugur, maurar og ormar í köttum (15 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Nú er komið sumar og farið að hitna í veðri. Hlýnandi veðurfar hefur því miður ýmislegt í för með sér sem er miður skemmtilegt, og á ég þá við ýmis sníkjudýr sem fara að herja á útikettina okkar. Sumir sleppa við þetta sem betur fer, enda höfum við það dálítið gott hérna á hjara veraldar skordýralega séð. Ég hef búið á Ítalíu og Danmörku og þar er full vinna að halda dýrunum sníkjudýralausum um sumar. Í Danmörku eru flær gríðarleg plága á dýrum. Ástæða þess er að þar eru tvær gerðir af flóm,...

Sýking í bitsárum eftir ketti (4 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Hæ kattarvinir Ég sendi þessa grein á nokkur kattarspjöll, þannig að þið getið hafa séð hana áður. Mig langar í þessari grein að miðla af reynslu minni í sambandi við sýkingar í köttum með bitsár eftir aðra ketti. Algengasta orsök sýkinga í köttum að mínu mati, að minnsta kosti útikatta eru bitsár eftir aðra ketti. Kettir hafa gríðarlega mikið af bakteríum í munninum og þess vegna kemur yfirleitt sýking í bitsárin. Það er sama hvern kötturinn bítur, einnig menn sem eru bitnir af köttum fá...

Maine Coon og Krummi (8 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hæ Kisuhugarar Ég á 5 ketti núna. Tvo venjulega húsketti úr Kattholti, eina heyrnarlausa norska skógarkattalæðu og tvær Bengal læður. Ég hef fengið hreinræktuðu kettina gefins, enda tekið þau að mér þegar þeir voru orðnir fullorðnir. Yngsti kötturinn sem ég hef fengið er Snælda úr Kattholti sem var 6 mánaða þegar ég fékk hana. Hinir hafa verið frá 1-5 ára gamlir þegar þeir komu til mín, og það hefur yfirleitt ekkert verið planað, bara svona lent hjá mér. Í lok júní þá fæ ég afhentan 6....

Heyrnarlaus köttur (9 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Sælir kattahugarar Mig langar að segja ykkur aðeins frá einum af mínum fimm köttum. Þessi köttur heitir því ræktunarnafni Ljósálfa Afródíta Aþena, en er kölluð ekkert annað en “hvíta kisa”. Hún er hreinræktaður norskur skógarköttur og algerlega heyrnarlaus. Ástæðan fyrir heyrnarleysi hennar er liturinn á feldinum. Hún er alhvít og hvítir kettir eru oft heyrnarlausir. Þetta er eitthvað genetískt. Væntanlega þannig að genið sem ræður hvíta litnum er stundum með galla sem getur valdið...

Er kominn stjórnandi (1 álit)

í Kettir fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Langar að fá að vita hvort að á þessu áhugamáli séu komnir nýjir stjórnendur. Langar nefninlega að senda inn nokkrar greinar en nenni ekki að standa í því ef það er enginn stjórnandi sem samþykkir þær. Þetta var einu sinni mjög virk síða en búin að vera alveg dauð síðan fyrrverandi stjórnendur gáfu upp andann. Kveðja HB

Gott líf hjá köttum (7 álit)

í Kettir fyrir 20 árum
Hæ Kattarhugarar Ég ætla að fjalla um í þessari grein nokkur atriði sem ég hef tekið eftir í sambandi við að eiga og ala upp ketti. Ég á 5 ketti og hef haft fullt af öðrum köttum í pössun. Þeir kettir sem ég á hafa allir fyrir utan einn komið fullorðnir til mín. Sú elsta var 5 ára og sú yngsta 6 mánaða. Það halda margir að maður eigi að fá sér alltaf kettling og að það þýði ekki að fá sér fullorðinn kött. Auðvitað er gaman að hafa fjöruga kettlinga, en það eru líka margir kostir við að taka...

"Hugvekja" um kattarmat (10 álit)

í Kettir fyrir 20 árum
Mér finnst hafa verið svo lítið að gerast á kattaáhugamálinu á Huga þannig að ég ákvað að bauka saman grein um hvað ég hef komist að um fóður katta í gegnum árin Fiskur í hófi er ekkert endilega slæmur fyrir ketti eins og er stundum haldið fram. Ég hef séð ketti fá flösu við mikið fiskát, en það er undantekning að þeir fari mikið úr hárum. Sú fullyrðing að fiskur sé ekki étinn af köttum í náttúrunni og þess vegna ekki kjörfæða er röng. Það eru til kattartegundir sem veiða oft fisk, og þá í...

Gefins tveir yndislegir innikettir (22 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ég hef tekið það að mér að reyna að fá heimili fyrir tvær læður því eigandinn er of veikur til að hugsa um þær. Ein læðan heitir Rósa Nótt og hún er kolsvört með gul augu og annað einkenni við hana sem maður kemst ekki hjá því að sjá er að það vantar á hana skottið sem hún missti þegar hún lenti undir bíl. Það virðist samt ekki há henni, og hún er mjög blíð og vön öðrum köttum, en samt með lítið hugrekki gegn stríðni katta. Hún er u.þ.b. 1 árs og er á pillunni og ekkert vandamál með að gefa...

Lausn gegn hárlosi hjá köttum (16 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hæ Kisuhugarar Ég fór á kattarsýninguna eins og vanalega og hitti þar konu sem sagðist hafa prófað olíu fyrir ketti með hárlos og hún þrælvirkaði víst. Ég keypti eina flösku fyir síðhærða köttinn minn sem fer alveg rosalega úr hárum. Hún er búin að fá þessa olíu í 3 daga og ég sé rosalegan mun. Hún fer miklu minna úr hárum og feldurinn er ekki lengur eins fíngerður. Ég veit að það er ótrúlegt að sjá svona mikinn mun eftir svona fáa daga en þetta er staðreynd. Þessi olía er notuð innvortis og...

Fréttir af köttum sem er verið að passa 3 (6 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Jæja þá er ein kisan í viðbót farin heim til sín. Það var hún Leia sem fékk að fara út hjá mér. Hún vildi nú ekkert fara heim til sín, faldi sig undir sófa og blótaði. Eiganda hennar fannst hún vera bæði með betri feld og hafa aðeins fitnað, þó að hún hafi verið svona mikið úti. Þetta er bara maturinn sem ég gef þeim, kettirnir líta út fyrir að vera bónaðir eftir svona mánuð á honum. Svo kom ein lítil kisa í gær. Það er hún Izma, og það gekk ekkert smá vel að koma henni saman við kettina....

Nýjar fréttir af kisum sem er verið að passa (11 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hæ kisuhugarar Jæja nú er ég að passa 5 ketti frá 4 heimilum í viðbót við þá 5 sem ég á sjálf. Ég verð að segja að þetta gengur betur en ég þorði að vona. Fyrstu tveir kettirnir sem eru báðir kettlingar (Rósa og Hrefna) eru alveg komnar inn í hópinn. Hinar þrjár kisurnar eru ekki lengur í herbergjunum. Ég hafði tvær í tveim mismunandi herbergjum í nokkra daga, þangað til þeir sýndu áhuga að fara út úr herbergjunum. Sú fyrsta sem kom út var Leia. Hún hvæsti á hina kettina en var samt...

pössun fyrir ketti (20 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hæ allir kattarhugarar Ég veit að þetta er eiginlega auglýsing fyrir þjónustu, en ég hef tekið ákvörðun að taka ketti í pössun fyrir borgun. Ég hef hugsað mér að taka 350 kr. á dag fyrir pössun, og fyrir lengri tíma en einn mánuð þá er hægt að semja um verð, einnig ef kettirnir eru fleiri en einn. Ég held að ég sé ekkert að okra því Kattholt tekur 700 kr fyrir kött og sólarhring. Ég vil ekki taka í pössun ógelda högna eða læður með mjög litla kettlinga, ógeldar læður á pillunni hef ég hugsað...

Góð ráð til að koma köttum saman (9 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Blessaðir kattarhugarar Allir kattareigendur vita hvað það getur verið erfitt að fá nýjan kött, þar sem er köttur fyrir. Kettir eru í eðli sínu einfarar, en það er samt hægt að skapa aðstæður þar sem allir kettirnir verða vinir. Mínir 5 kettir koma allir úr sitthvorri áttinni, en samt gengur sambýlið ótrúlega vel. Þeir leika sér allir saman og eru oftast mjög góðir vinir, auðvitað getur slest upp á vinskapinn eins og í öllum fjölskyldum, en það er aldrei mjög alvarlegt. En hver er galdurinn?...

Mikilvægi á gæðum fóðurs fyrir ketti (14 álit)

í Kettir fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Blessaðir allir kattahugarar Ég bý á Eyrarbakka og á 5 ketti. Tveir eru venjulegir húskettir, síðan á ég eina norska skógarkattalæðu sem er heyrnalaus. Hún er heyrnarlaus því hún er hvít og það fylgir oft en ekki alltaf hvítum köttum heyrnarleysi. Tveir nýjustu kettirnir mínir eru tvær Bengal læður sem ég fékk gefins því ræktandi þeirra var að taka þær úr ræktun. Ein er koparlituð með dökkbrúnar doppur og skærgræn augu, hún heitir Vicky og er rúmlega eins árs. Hin er svokallaður snjóbengal,...

Fréttir af dýragarðinum (1 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 2 mánuðum
Sæl Hugarar. Jæja nú lét ég loksins verða af því að kaupa mér alminnilegt hús. Ég fæ það afhent eftir rúmlega viku en hef búið hjá foreldrum mínum. Auðvitað fylgdu allar kisurnar með, Múddi, Snælda og Afródíta, og líf þeirra breytist úr því að vera innikettir í það að vera útikettir, því foreldrar mínir búa upp í sveit þar sem eru engir bílar eða aðrar hættur. Afródíta heyrnarlausa fékk líka að fara út. Það eru 3 kettir fyrir hjá mömmu en það hafa verið litlir sem engir árekstrar. Þegar...

Hvalkjötsgúllas (0 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Steikið lauk, hvítlauk, hvítkál eða annað gróft grænmeti í olíu kryddið með broddkúmen, chili, season all, sítrónupipar og pipar og salt. Setjið 1/2-1 kg af hvalkjöti út í og steikið. setjið tvær dósir af tómötum út í og látið sjóða í klt. Berið fram með kartöflustöppu. Endilega prófið þessa uppskrift, hún er frábærlega bragðgóð og gefur manni kraft.

Nýjar fréttir af Afródítu (7 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja þá er Afródíta búin að koma sér fyrir og er byrjuð að sýna sérvisku. Þar sem hún er heyrnarlaus þá getum við farið með hana út að labba í taumi án þess að hún sé hrædd við umhverfið, og núna er það gert næstum því á hverjum degi. Hún fer alltaf ákveðinn hring í hverfinu og er mjög ánægð með það. Við höfum komist að því að hún elskar að hitta fólk og sérstaklega börn á labbinu og fá athygli og klapp. Við fórum með hana í Elliðaárdalinn um daginn og hún var yfir sig ánægð með að komast út...

Nokkur ljóð (0 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Samband hnýttu þig aftan í mig notaðu mig hnýttu mig í þig notaðu mig því umfram allt þá þarfnast ég þín notaðu mig hvar sem allt verður þá notaðu mig hnýttu mig í þig þá munt þú aldrei losna við mig Skjól Við skulum öll lifa þó ekki væri nema til að eiga skjól. Þar sem ég þek líkama minn með vissu um að mér sé óhætt Þar sem ég þek líkama minn með vissu um að mér sé óhætt þá er ekkert sem hreyfir við mér Ég verð að andlegu sætabrauði og ég veit við skulum öll lifa þó ekki væri nema til að...

súrsætur kjúklingur með cous-cous (3 álit)

í Matargerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Þetta er uppskrift eftir sjálfa mig sem ég uppgötvaði einhverntímann sem tilraunastarfsemi í eldhúsinu. Bragðast ótrúlega vel og er frekar auðvelt. Best að nota vængi og leggi af kjúklingnum, annars að hafa kjúklingabitana sem minnsta. Marinering utan á kjúkling f. steikingu súrsæt sósa (best að nota konsentreraða) smá engifer smá dill smá broddkúmen (cumin) plús allskonar krydd (season all, grillkrydd eða hvað sem hendi er næst) hrærið öllu saman og smyrjið á kjúklinginn. Setjið hann í ofn...

ljóð af draumi (2 álit)

í Ljóð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Við ísjaðarinn mun bíða þín maður sveipaður feldi af hvítabirni. Hann mun leiða þig gegnum auðnina án orða uns þið komið á stað sem er löngu gleymdur. Og hann mun skilja þig þar eftir til að gráta burt frosin tár heimsins.

Nýja heyrnarlausa kisan mín (48 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Jæja þá er ég búin að fá mér þriðju kisuna mína. Hún er mjög falleg, hreinræktuð norsk skógarköttslæða, hvít og heyrnarlaus. Fjölskyldan sem var með hana gat ekki haft hana lengur og var hún einmitt auglýst gefins hérna á huga. Hún kom á fimmtudaginn og var alveg stíf af hræðslu, hvæsti og urraði á hina kettina sem voru ekkert annað en elskulegheitin. Það er örugglega út af því að hún slapp út hjá fyrri eigendum og kom heim svo útbitin að hún fékk hita og varð að fara á pensillínkúr. Maður...

Gott kattarfóður (10 álit)

í Kettir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ég hef undanfarið verið að hamra á því við aðra kattareigendur að sjá til þess að kettirnir þeirra fái almennilegan kattarmat. Ég hef séð allt of marga ketti sem ég vil kalla Whiskas ketti. Einkenni þeirra er mattur feldur, hárlos, rauðir gómar og að þeir fá í magann. Ástæða þessara einkenna er einfaldlega sú að kattarmatur sem fæst í búðum (og þar er Whiskas vinsælastur og auglýstur mest) uppfyllir ekki næringarþörf katta. Þetta hef ég heyrt marga dýralækna segja og hef líka persónulega...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok