Minn hinnsti dagur Minn hinnsti dagur er að kveldi kominn. Ekkert meira. Hvað svo? Spurningarnar byrjuðu að vakna í morgun er ég heyrði orðin. Hugsanirnar tóku af stað. Hvað geri ég í dag? “Þú átt einn dag eftir ólifaðan!” Við þessi orð tók ég að skjálfa. Af hverju ég? Hvað gerði ég? Svo rann það upp fyrir mér. Af hverju ekki ég? Af hverju ætti mér að vera hlíft? Af hverju ekki ég frekar en einhver annar? Úrræðalaus. Ég get ekkert gert meira. Er þetta ekki bara auðveld leið burtu? Í burtu...