Þetta er svoldið furðulegt. Ég bý í sveit stutt frá Selfossi. Við erum með rollur, svona um 237. Eins og sumir vita þá vilja rollurnar stundum ekki lömbin sín. Þá tökum við þau og gefum þeim pela og svoleiðis. Eitt sinn var svartur hrútur sem varð heimalingur vegna þess að mamman vildi hann ekki. Við kölluðum hann Einar. Þegar hann stækkaði elti hann mann og reyndi að stanga mann. Ef maður var með kex og hljóp burt þá elti hann. Mamma mín gaf honum lakkrís. Hann var svokallað gæludýr hennar....