Æviár Jesú á Austurlöndum Ýmsar sögusagnir og getgátur eru á kreiki um hvað á daga Jesú hefur drifið sem ekki er fjallað um í Nýja testamentinu. Almennt er hann talinn hafa verið “föðurbetrungur” og smíðalærlingur sem vart hleypti heimdragann eftir heimkomuna frá Egyptalandi. Óstaðfestar fregnir greina frá því að hann hafi verið ötull við að tileinka sér þá trúarspeki sem þekkt var á hans tímum. Sagt er að hann hafi kynnst trúarreglu Essea, sem voru trúræknir gyðingar, nánar tiltekið...