Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Heimildargildi guðspjallanna (30 álit)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Inngangur Talsverðar umræður hafa skapast um heimildagildi guðspjallanna vegna greina um guðfræðilegt efni sem ég hef birt á þessum vettvangi. Ég dustaði því rykið af óbirtri grein sem ég hef skrifað um efnið. Ég vona að hún sé það athyglisverð að menn þrjóti ekki örendi að lesa svo langa grein. Eldri Biblíurannsóknir Sennilega hefur enginn guðlegur maður notið jafn mikillar hylli eða andúðar og verið jafn mikið umræðu- og deiluefni á meðal lærðra og leikra og Jesús Kristur. Samt sem áður...

Fyrirheitna landið - misskilningur (sólstingur?) semískra þjóða (23 álit)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Hebreanafngift Gyðinga var upphaflega höfð um hirðingja sem fluttu til Egyptalands og voru notaðir sem ódýrt vinnuafl og vinnuþrælar. Þeir yfirgáfu því Egyptaland á 13. öld f.Kr. undir handleiðslu leiðtoga síns Móse og leituðu fyrirheitna lands ættföður þeirra Abrahams (um 18. öld f.Kr.) sem Guð hafði lofað þeim. Eftir að hafa reikað fjörutíu ár í eyðimörkinni fann Móse að hann lá fyrir dauðanum. Áður en hann dó sýndi Guð honum fyriheitna landið handan við Jórdan, ofan af Abarímfjallinu...

Guðspekin og kristnar dulspekihreyfingar í Ameríku (9 álit)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
STOFNUN GUÐSPEKIFÉLAGSINS Madame Helena P. Blavatsky stofnaði Guðspekifélagið árið 1875 ásamt Henry S. Olcott og William Q. Judge. Helsta markmið guðspekinnar var að opinbera almenningi dýpri þekkingu á eilífðarmálunum. Hún hélt því fram árið 1880 að hún væri í sambandi við uppstigna andlega meistara sem hefðu hvatt hana til að stofna Guðspekifélagið. Í ritum sínum eins og The Secret Doctrine kynnti Blavatsky meðal annars kenningar meistaranna. Meistararnir eru sagðir heita nöfnum eins og El...

St. Germain, meistari nýja tímans og fjólubláa geislans (7 álit)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
STÖÐUSKIPTI Á UMBROTATÍMUM Samkvæmt guðspekilegum kenningum er hinn uppstigni meistari Saint Germain forvígismaður komandi Vatnsberaaldar og kyndilberi frelsislogans næstu tvö þúsund árin. Hann leysir Jesú Krist af hólmi sem mannkynsfrelsari sem Jesús hefur gegnt síðustu tvö þúsund ár fiskatímabilsins. Þar með leiðir hann til lykta starfið sem Jesús hafði helgað sér með upprisu sinni. Saint Germain og Jesús Kristur starfa í náinni samvinnu við Stóra hvítbræðralagið sem myndar innra helgivald...

Þöglu árin í ævi Jesú (33 álit)

í Dulspeki fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Æviár Jesú á Austurlöndum Ýmsar sögusagnir og getgátur eru á kreiki um hvað á daga Jesú hefur drifið sem ekki er fjallað um í Nýja testamentinu. Almennt er hann talinn hafa verið “föðurbetrungur” og smíðalærlingur sem vart hleypti heimdragann eftir heimkomuna frá Egyptalandi. Óstaðfestar fregnir greina frá því að hann hafi verið ötull við að tileinka sér þá trúarspeki sem þekkt var á hans tímum. Sagt er að hann hafi kynnst trúarreglu Essea, sem voru trúræknir gyðingar, nánar tiltekið...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok