Að vera rómantískur….. Þegar ég heyri orðið rómantískt, sé ég fyrir mér, kertaljós, sólarlag, lítill koss, heitir litir, eldur og svo framvegis. En ég sé líka fyrir mér litla frænda minn sem kemur inn til mömmu sinnar að hausti til með lítið laufblað og segir “mamma, þetta er hjarta náttúrunnar” eða þegar hann teiknar mynd af mömmu sinni í bleikum fötum og pabba sinn með vöðva og barkakýli og þau haldast í hendur, eða klippir út brúðarmynd úr tímariti og hengir fyrir ofan rúmið þeirra, eða...