Ekkert ljós, ekkert hljóð, enginn hiti, enginn kuldi, enginn tími. Bara tóm. Tómt, svart, hljóðeinangrað, hvorki hitað né kælt herbergi. Tveir metrar á lengd, tveir metrar á breidd, tveir metrar á hæð. Það er fóðrað með rauðu silki, eins og rauði borðinn. Einn maður situr þar inni, hefur setið þar í fjörtíu ár, og mun sitja þar áfram. Eða hvað? *** Eyjagreifinn lætur stinga inn barnaníðing. Hæstiréttur dæmdi í dag “Naglann” eins og hann kallar sig til lífstíðardóms í einangrun, á geðspítala....