Ég var að koma frá hundaþjálfara sem er vægast sagt búinn að fylla hausinn á mér af fróðleik um hunda og uppeldið á þeim. Hann verðlaunar hundana ekki með nammi þegar þeir gera rétt heldur hrósar þeim bara og segir að það sé ögn erfiðara en það sé þess virði, hann vilji ekki að hundurinn sinn horfi á sig og bíði eftir verðlaunum í hvert skipti sem hann gerir eitthað rétt, en það er vissulega auðveldar að kenna hundinum með lifrarpylsunni góðu, mér fanst nú mikið til í þessu en er ekki viss...