Haglélið dundi á rúðunni meðan Bryndís vafði teppinu þéttar að sér fyrir framan ofnin. Hún hafði áhyggjur, hvernig ætti fjölskyldan að halda þessi jól? Pabbi var með krabbamein og mamma hafði vart tekjur til að reka heimilið. Þótt hún væri bara 14 ára ákvað hún að sækja um vinnu. Hún stóð upp, og klæddi sig í þykka dúnúlpu áður en hún hélt út í storminn. Leiðin lá niður að skrifstofu atvinnumiðlunar. Bryndís steig inn á skrifstofuna, blaut og þreytt. Vingjarnleg kona bauð henni aðstoð en um...