Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

gummi3849
gummi3849 Notandi frá fornöld 148 stig

Fylgist með Djamminu á HELGIN.IS (2 álit)

í Djammið fyrir 22 árum, 5 mánuðum
…fréttir myndir dagskrá bleeee

Er Arafat ekki allur þar sem hann er séður? (20 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Félagar, Ég er sammála því að yfirgangur Ísraela er algjör og að við eigum engan vegin að láta atburði Mið-Austurlanda afskiptalausa. Samt hef ég verið að spá. Af hverju í ,,dauðanum\" segir Arafat ekki opinberlega með hjálp fjölmiðla, sem hann ennþá talar eitthvað við, fólkinu sínu að hætta þessum sjálfsmorðsárásum. Palestínumenn eiga samúð heimsins og hún eykst á hverjum degi. Ef Arafat kæmi fram opinberlega með ofantalda yfirlýsingu má taka sem víst að þjóðir heimsins færu strax af stað...

,,Anarchy" í milliríkjadeilum heimsins. (8 álit)

í Deiglan fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Frá fyrstu tíð hefur fólk deilt og stríð hafa verið háð. Við vitum það öll að án laga og reglna væru þegnar þjóða heimsins heldur betur illa settir. Í þeim hluta heimsins sem við búum í ríkir almenn sátt og samstaða. Ef upp koma milliríkjadeilur eru bandalög starfandi sem grípa inní áður en til illinda kemur. Ekki er þó hægt að segja að þeim sé stjórnað lýðræðislega þar sem mjög fáir aðilar fara með mest allt valdið, stríð eru þó ekki lengur ,,tæki” sem notað er í deilum milli þjóða í okkar...

NÝJA BUTTERCUP BABIÐ!!!! (2 álit)

í Djammið fyrir 22 árum, 11 mánuðum
http://www.helgin.is/malid.asp

HELGIN.IS - MASSA SÍÐA (0 álit)

í Djammið fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Tékkið á henni

Einfaldir kjósendur? (21 álit)

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég heyri mörgum sinnum á ári fólk tala um hvað þessi og hinn ráðherra og/eða þingimaður er að fá í laun. Undantekningalaust fylgir á eftir það er alltof hátt…þeir eru að fá of mikið miða við láglaunafólk. Þeir sem stjórna landinu ættu að vera hæst launuðustu menn landsins!!! Finnst ykkur engin þversögn í því að forsetisráðherra er með svipuð laun og forstjóri í mjög litlu fyrirtæki. Helmingi lægri laun en forstjóri t.d. Íslandssíma, Landssímans og í raun flestra stórra fyrirtækja Íslands....

MYNDIR: JET BLACK JOE Í GÆR (1 álit)

í Djammið fyrir 23 árum

HELGIN.IS - Myndir af djamminu (2 álit)

í Djammið fyrir 23 árum

HELGIN.IS : Myndir Versló ballið & Kvenno-MR komnar (2 álit)

í Djammið fyrir 23 árum
Tékkið á helgin.is Myndirnar frá öllum framhaldsskólaböllunum í vikunni

Helgin.is - Málgagn næturlífsins (0 álit)

í Djammið fyrir 23 árum
Nýr vefur með allt það sem við kemur djamminu tékkið á honum!

Helgin.is - Málgagn næturlífsins (2 álit)

í Djammið fyrir 23 árum
Í dag opnaði síðan helgin.is - málgagn næturlífsins. Hún heufr að geima allt sem við kemur djamminu og næturlífinu…endilega kíktu á okkur! kv gg

Svo finnst okkur skrýtið að þeir spili með okkur!! (4 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum
Á Íslandi eru fjölmiðlar svo fáliðaðir og fjárhagslega sveltir að fréttamenn þurfa oft að skrifa 4-5 fréttir á dag! Það er engin rannsóknarvinna í boði. Hvorki í sjónvarpi, útvarpi né blöðum. Einfaldlega fjárhagslega ómögulegt (með mjög fáum undantekningum) Í erlendum dagblöðum sem dæmi er sami fréttamaðurinn oft að vinna að sömu fréttinni í marga daga og vikur! Svo finnst okkur skrýtið að spilling sé við líði og þingmenn ofl komist upp með það! Yfirleitt í viðtölum í sjónvarpi og blöðum er...

Eldriborgarar markhópur framtíðarinnar!!! (25 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum
Á vesturlöndum er hámarksaldur kynjanna ávalt að aukast. Einnig í þróuðru löndum heimsins er fólksfjölgunin meira og meira að standa í stað. (Annars staðar í heiminum, þróunarlöndunum sem dæmi er fólksfjölgunin mikið vandamál..önnur saga) Með tilkomu allra þessara frjálsu lífeyrissjóða og sparnaðarleiða eru eldri borgarar að verða þeir hópur mannslífsins sem hefur hvað mestu peningana á milli handanna. Hagfræðingar og félagsfræðingar eru sammála um það að breytt viðhorf þeirra gagnvart...

Pearl Harbor (10 álit)

í Sagnfræði fyrir 23 árum
Félagar Ég var að horfa á myndina um árás Japana á Pearl Harbor. Ég fór í framhaldi að velta því fyrir mér af hverju þeir lögðu í þessa árás. Japanir voru ekki að berjast með Þjóðverjum og því skil ég ekki af hverju þeir voru að ráðast á USA svona rosalega! Endilega fræðiði mig. kv gg

Fögnum lækkun krónunnar! (13 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum
Þvílík fullyrðing. Efast um að þú sért sammála mér. En bíddu, áður en þú verður búinn að lesa þessa grein ætla ég að vera búinn að rökstyðja það að krónan er bara allt of há! Það er ekki okkar að ákveða gengið. Nei. Það er markaðurinn sem stjórnar því og því fagna ég þeim jöfnuði sem er nú stefnir í. Staðreyndin er sú að viðskiptajöfnuður á sér stað þegar útflutningur er í jafnvægi við innflutning. Við höfum verið að flytja inn síðastliðin 2 ár margfalt meira en við höfum flutt út! Eins og í...

Skjár Einn í vandræðum sem aldrei fyrr! (13 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum
Ég hef verið að heyra frá öruggum heimildum að Skjár Einn sé nú á barmi gjaldþrots. (Ef þeir voru við bakkann áður, er nú einn putti sem heldur þeim frá því að detta framaf bakkanum!) Skjávarpið og Japis eru 2 dótturfyrirtæki þeirra sem verða keyrð í þrot strax á nýju ári. Fréttirnar sem við heyrðum ekki alls fyrir löngu að endurfjármögnuninni væri lokið er ekki öll eins og hún sýnist. Rétt er að fjármögnun er lokið en þeim gekk ekkert að fá fjármagn beint inní fyrirtækið. Þeim bauðst, sem...

Hannes Hólmst. - Ísland ríkasta þjóð í heimi! (1 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sá viðtal við Hannes Hólmstein í Silfrinu á Skjá Einum síðasta sunnudag. Hann var að tala um ný útgefna bók sína. Hvernig Ísland geti orðið ríkasta land í heimi. Rökin sem hann kynnti á Skjá Einum voru tvímælalaust mjög áhugaverð og hreint ótrúlega sannfærandi. Því hef ég mikinn áhuga á að fræðast meira um þetta rit ef einhver hefur lesið það. kv gg

NASA - Þvílík vonbrigði!!!! (36 álit)

í Djammið fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég ætla að byrja á því að lýsa fyrir ykkur skemmtistað: * Risa stórt dansgólf. Svipað og á Hótel Íslandi * Þvílíkt þétt hljóðkerfi * Lasershow. Það flottasta sem til landsins hefur komið * 7 metra lofthæð * 800 manna leyfi * 6 Róbótar eins og á stærstu klúbbunum erlendis! * Innréttingar, litir og húsnæði í ‘70-’80 stíl! Ég gæti haldið lengi áfram. Ég er að tala um skemmtistaðinn Nasa sem hefur utan um sig húsnæði og tækjabúnað sem við höfum áður ekki séð á skemmtistað á Íslandi. Fullkomið???...

Upplýsingar óskast (1 álit)

í Bækur fyrir 23 árum, 1 mánuði
Ég er að lesa bókina Sjónarrönd eftir Svavar Gests. Í henni lýsir hann Jafnaðarstefnuni á mjög skemmtilegan hátt…ég var að spá veit einhver um bók að þessu tagi um hægri stefnuna. kv g

Er þetta ekki bull? (1 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 1 mánuði
Eyþór Arnalds gaf út yfirlýsingu ekki alls fyrir löngu þess efnis að hann hefði sagt starfi sínu, sem forstjóri Íslandssíma, lausu og stefndi aftur í pólitíkina. Íslandssími var og hefur ekki verið að gera góða hluti…sbr. útboðið fræga, Titan ruglið allt saman o.s.frv. …hætti Eyþór nokkuð? Var hann bara nokkuð hæfur í starfið og því látin víkja? Maður sem hefur eflaust verið með 3x hærri laun hjá Íslandssíma en hann fær í pólitík, bíl og borgað af húsinu hans…og hvað þessi forstjóra fríðindi...

Michael fræðin (1 álit)

í Dulspeki fyrir 23 árum, 1 mánuði
Félagar. Ég var að heyra af fræðum sem eru kennd við Michael nokkurn. Þessi fræði taka á veru okkar á jörðinni, himnum og alveg þar til við höfum fullþroskað sálina. Karma o.s.frv. Hef mikinn áhuga á að heyra meira. Mér skilst að allir miðlar segi heiminn virka (veru okkar hér o.s.frv.) nákvæmlega eins og Michael sagði…og miðlar hafi staðfestningar á þessu frá þeim sem fyrir handan eru. kv Gummi

Ísland í ESB? (rökfærsluritgerð) (10 álit)

í Stjórnmál fyrir 23 árum, 1 mánuði
Hér á eftir fer rökfærsluritgerð um Ísland og Evrópusambandið. Endilega komið með málefnaleg mótrök. Stjórnmálamenn hafa löngum hræðst einangrun Íslands, einangrun þessa litla eylands í norðri. Núna á seinni árum hafa ríki Evrópu myndað með sér bandalag, Evrópusambandið eða ESB. Utanríkisráðherra Íslands, Halldór Ásgrímsson, hefur verið aðaltalsmaður fyrir inngöngu Íslands sem fylki í þetta nýja stórríki Evrópu. Umræðan hefur að miklu leyti klofið þjóðina í tvennt núna á seinni tímum, þeir...

The Art of War - Sun Tzu (5 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Það var fyrir um 2300 árum að margir af vitrustu mönnum norður-Kína settu saman handbókina Sun Tzu. Vesturveldin kalla hana ,,The Art of War”. Hún kennir okkur að sigra í stríði með því að skoða heildina og með sjálfsþekkingu. Mjög merkilegt rit. Hún er kennd við flesta herskóla veraldar auk þess sem fyrirtæki í auknu mæli tileinkna sér hugmyndafræðina. Hana er nefnilega hægt að innleiða beint inní nútíma viðskipti. Hvernig litli fyrirtækin geta veist að risunum og unnið. Það er nákvæmlega...

Stríð sem USA geta ekki unnið. (20 álit)

í Deiglan fyrir 23 árum, 2 mánuðum
Á síðustu áratugum hefur utanríkisstefna Bandaríkjanna verið ótrúleg. Þeir hafa dælt peningum í hin og þessi þjóðríki og öfgahópa til skiptis og fjármagnað og þjálfað hryðjuverkamenn (t.d. Osama Bin Lader og heri Saddams Hussein). Skoðum aðeins eitt dæmi. Fyrir ekki mörgum árum dældi USA peningum og vopnum til Írak. Ásæða þess var meðal annars mótvægi á Ísraelsmenn og herveldi þeirra. Forsendur: hagsmunir USA. Þegar Hussein réðst svo inní Kuwait hætti hann að vera ,,vinur” USA og Ísraelsmenn...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok