ég gaf kisunni minni harðfisk um daginn, en það var ætlað kisum(nammi fyrir kisur). Svo daginn eftir ældi hún bara og ældi, ég trúi varla að það sé útaf harðfisknum. En ég gaf henni svona 4 litla bita. Ég hef gefið henni áður harðfisk(venjulegann) og hún kastaði upp af því, en það á ekki að vera nein rotvarnarefni í hinu og 100% náttúrlegt, getur verið að hún sé bara með svona viðkvæman maga? Ætti ég að láta kíkja e-ð á hana ? Fyrir utan þetta er hún bara mjög hress, alveg jafn mikil læti í henni.